Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2023, fimmtudaginn, 23. nóvember, var haldinn 44. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Hanna Björk Valsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir og Sigrún Tryggvadóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sandra Hlíf Ocares, Sigfús Ómar Höskuldssonar og Þórey Björk Sigurðardóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um rútuumferð í miðborginni. MSS22030200
Samþykkt að fela formanni að undirbúa tillögu fyrir næsta fund ráðsins.Dóra Björt Guðjónsdóttir og Grétar Mar Hreggviðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um uppbyggingu á reitum A og J á Hlíðarenda. MSS23110114
-
Fram fer umræða um gjaldskyldu á bílastæði í miðborginni. MSS23080043
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. nóvember 2023, með umsagnarbeiðni um stafræna stefnu. SN150530
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 16. nóvember 2023, með umsagnarbeiðni frá Reykjavíkurborg um tillögu að hverfisskipulagi í Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi. SN150530
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2023, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis fyrir tímabundna skiptistöð Strætó. USK23090029
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest þann 14. desember nk.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2023, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 5 við Egilsgötu. USK23080131
Frestað.- kl. 18.01 víkur Hörður Heiðar Guðbjörnsson af fundi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. október 2023, með útskrift úr fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. september varðandi Skólavörðuholt – breyting á deiliskipulag – Barónstígur 34 – Vörðuskóli – Ævintýraborgir. USK23060009
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 10. nóvember 2023, um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nýs landspítala við Hringbraut. USK23060174
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um skólalóð Austurbæjarskóla, sbr. 15. liður fundargerðar ráðsins frá 27. apríl 2022. USK22050008
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS2303015
Samþykkt að veita Eddu Ýr Garðarsdóttur styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Veður (Milli himins og jarðar) með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, fulltrúa íbúasamtaka, Sigrúnar Tryggvadóttur, fulltrúa foreldrafélaga og slembivalins fulltrúa gegn einu atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Fulltrúi Viðreisnar og fulltrúi íbúasamtaka, Sigfús Ómar Höskuldsson sitja hjá við afgreiðslu umsóknarinnar.
Samþykkt að hafna umsókn Foreldrafélags Háteigsskóla vegna verkefnisins Árshátíð unglingadeildar Háteigsskóla með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, fulltrúa foreldrafélaga, Þóreyjar Bjarkar Sigurðardóttur og slembivalins fulltrúa gegn einu atkvæði fulltrúa íbúasamtaka Sigfúsar Ómars Höskuldssonar. Fulltrúi íbúasamtaka, Sigrún Tryggvadóttir og fulltrúi foreldrafélaga, Hanna Björk Valsdóttir sitja hjá við afgreiðslu umsóknarinnar.
Samþykkt að hafna umsókn Totelly ehf vegna verkefnisins 101 Offers and Requests Exchange events. Fulltrúi íbúasamtaka, Sigfús Ómar Halldórsson situr hjá við afgreiðslu umsóknarinnar.
Bókun fulltrúa íbúasamtaka, Sigfúsar Ómars Höskuldssonar færð í trúnaðarbók.
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18:45
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson
Sandra Hlíf Ocares Sigrún Tryggvadóttir
Sigfús Ómar Halldórsson Hanna Björk Valsdóttir
Þórey Björk Sigurðardóttir Kolbrún Jarlsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 23 nóvember. 2023