Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 43

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2023, miðvikudaginn, 25. október, var haldinn 43. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Hanna Björk Valsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir og Þórey Björk Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sandra Hlíf Ocares og Sigfús Ómar Halldórsson. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um umferð í Nóatúni og lokun akreinar. MSS23020133

 2. Fram fer umræða um slysahættu vegna rafskútna í miðborg og Hlíðum. MSS23020133

 3. Fram fer kynning á lokatillögu Hverfisskipulags fyrir borgarhluta 3, Hlíðar. USK23100174

  Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. október 2023, um niðurstöður í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. september 2023, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 14 við Hlíðarenda. USK23060006

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. september 2023, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðarinnar nr. 30 við Skúlagötu. USK23070196

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. september 2023, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nýs landspítala við Hringbraut. USK23060174
  Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest þann 9. nóvember nk.

  Fylgigögn

 8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 9. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Grunnplata hefur nú verið steypt við Nóatún/Heklureit.  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða spyr hvort og þá hvenær möguleiki sé að opna eystri akreinina að nýju og að tryggt verði að hjáleið fyrir gangandi og hjólandi færist sem því nemur. MSS23100203

  Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs.

Fundi slitið kl. 18:29

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sandra Hlíf Ocares Sigrún Tryggvadóttir

Sigfús Ómar Halldórsson Hanna Björk Valsdóttir

Þórey Björk Sigurðardóttir Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 25. október 2023