Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 42

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2023, fimmtudaginn, 28. september, var haldinn 42. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Kolbrún Jarlsdóttir, Jóhanna Símonardóttir, Sigrún Tryggvadóttir og Sunna Dögg Ásgeirsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sandra Hlíf Ocares og Þórey Björk Sigurðardóttir Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti. 

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um kröfu Isavia um skógarhögg í Öskjuhlíð. MSS23080029

  Fulltrúi Samfylkingar, Viðreisnar, fulltrúar íbúasamtaka, fulltrúar foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

  Undirritaðir leggjast alfarið gegn beiðni Isavia ohf. um að fella 2.900 tré í Öskjuhlíð. Um er að ræða einn elsta samfellda skóg Reykjavíkur og mikilvægt útivistarsvæði íbúa í hverfunum.

 2. Fram fer umræða um umferð í Nóatúni og lokun aðreinar. 
  Frestað. 

 3. Fram fer umræða um framtíð þyrluflugs á Reykjavíkurflugvelli. MSS23080027

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Títt lágflug útsýnisþyrlna fer illa saman við þétta íbúabyggð. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða fagnar því að til standi að finna eigi miðstöð þyrluflugs nýjan stað.

 4. Lagt fram erindi Íbúasamtak Miðborgar, dags. 21. september 2023, um aukið veggjakrot í miðbænum. MSS22090158

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða bendir á að á síðu Reykjavíkurborgar um veggjakrot komi fram að eignarspjöll sé hægt að kæra til lögreglu.

  Fylgigögn

 5. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 7. september 2023 um tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólavörðuholt - Barónsstígur 34 - Ævintýraborgir. USK23060009

  Fylgigögn

 6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:34

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sandra Hlíf Ocares Sigrún Tryggvadóttir

Sunna Dögg Ásgeirsdóttir Jóhanna Símonardóttir

Þórey Björk Sigurðardóttir Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 28. september 2023