Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2023, fimmtudaginn, 24. ágúst, var haldinn 41. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Hanna Björk Valsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir og Þórey Björk Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Geir Finnsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram tilnefning Íbúasamtaka Miðborgar í íbúaráð Miðborgar og Hlíða, um að Birna Eggertsdóttir taki sæti varamanns í ráðinu í stað Ásdísar Káradóttur. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, ódags., um samþykkt tillögu um einstefnuakstur í Tjarnar- og Bjarkargötu. USK23010018
- Kl. 16:34 tekur Sigfús Ómar Höskuldsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, ódags., um samþykkt tillögu um stækkun akstursbannsvæðis í miðborginni. USK23010018
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða fagnar þessum áfanga en leggur áherslu á að næstu skref verði tekin hvað Miðborgina varðar og ítrekar fyrri athugasemdir sínar þess efnis, sér í lagi hvað Hallgrímskirkju varðar.
- Kl. 16:34 tekur Kolbrún Jarlsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Íbúasamtaka Miðborgar, dags. 11. júlí 2023, um breytingar á bílastæðagjöldum í miðbænum. MSS23080043
Fulltrúi íbúasamtaka, Sigrún Tryggvadóttir, leggur fram svohljóðandi bókun:
Þessi hækkun og lenging á gjaldskyldutíma er fjárhagslega íþyngjandi fyrir íbúa í hverfinu en ekki síður er það áhyggjuefni að þessi nýja gjaldtaka á kvöldin og á sunnudögum mun gera gestum íbúa erfitt fyrir varðandi heimsóknir.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. ágúst 2023, vegna kosninga í Hverfið mitt 2023. MSS22020075
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júlí 2023, auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólavörðuholts - Barónsstígur 34 – Ævintýraborgir. USK23060009
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila athugasemdum fyrir tilskilinn frest.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að fundadagatali íbúaráðs Miðborgar og Hlíða – haust 2023. MSS22080127
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Íbúasamtaka Miðborgar, ódags. vegna verkefnisins Heil brú og síðsumarhátíð. MSS22040019
-
Lögð fram greinargerð Daníels Sigríðarsonar dags. 4. ágúst 2023 vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð. MSS22040019
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Hlíðaskóla 13. júní vegna verkefnisins Vorhátíð Hlíðaskóla 2023. MSS22040019
Fundi slitið kl. 17:55
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson
Sigfús Ómar Höskuldsson Sigrún Tryggvadóttir
Þórey Björk Sigurðardóttir Hanna Björk Valsdóttir
Kolbrún Jarlsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 24.8.2023