Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 41

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2023, fimmtudaginn, 24. ágúst, var haldinn 41. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Hanna Björk Valsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir og Þórey Björk Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Geir Finnsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilnefning Íbúasamtaka Miðborgar í íbúaráð Miðborgar og Hlíða, um að Birna Eggertsdóttir taki sæti varamanns í ráðinu í stað Ásdísar Káradóttur. MSS22080029

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, ódags., um samþykkt tillögu um einstefnuakstur í Tjarnar- og Bjarkargötu. USK23010018

    -    Kl. 16:34 tekur Sigfús Ómar Höskuldsson sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, ódags., um samþykkt tillögu um stækkun akstursbannsvæðis í miðborginni. USK23010018

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða fagnar þessum áfanga en leggur áherslu á að næstu skref verði tekin hvað Miðborgina varðar og ítrekar fyrri athugasemdir sínar þess efnis, sér í lagi hvað Hallgrímskirkju varðar.

    -    Kl. 16:34 tekur Kolbrún Jarlsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi Íbúasamtaka Miðborgar, dags. 11. júlí 2023, um breytingar á bílastæðagjöldum í miðbænum. MSS23080043

    Fulltrúi íbúasamtaka, Sigrún Tryggvadóttir, leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þessi hækkun og lenging á gjaldskyldutíma er fjárhagslega íþyngjandi fyrir íbúa í hverfinu en ekki síður er það áhyggjuefni að þessi nýja gjaldtaka á kvöldin og á sunnudögum mun gera gestum íbúa erfitt fyrir varðandi heimsóknir. 
     

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. ágúst 2023, vegna kosninga í Hverfið mitt 2023. MSS22020075

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júlí 2023, auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólavörðuholts - Barónsstígur 34 – Ævintýraborgir. USK23060009
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila athugasemdum fyrir tilskilinn frest. 

    Fylgigögn

  7. Lögð fram drög að fundadagatali íbúaráðs Miðborgar og Hlíða – haust 2023. MSS22080127
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  9. Lögð fram greinargerð Íbúasamtaka Miðborgar, ódags. vegna verkefnisins Heil brú og síðsumarhátíð. MSS22040019 

  10. Lögð fram greinargerð Daníels Sigríðarsonar dags. 4. ágúst 2023 vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð. MSS22040019 

  11. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Hlíðaskóla 13. júní vegna verkefnisins Vorhátíð Hlíðaskóla 2023. MSS22040019 

Fundi slitið kl. 17:55

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sigfús Ómar Halldórsson Sigrún Tryggvadóttir

Þórey Björk Sigurðardóttir Hanna Björk Valsdóttir

Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 24.8.2023