Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 40

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2023, fimmtudaginn, 22. júní, var haldinn 40. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.50. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Jóhanna Símonardóttir,  Kolbrún Jarlsdóttir, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir og Þórey Björk Sigurðardóttir. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. júní 2023, þar sem tilkynnt er að borgarstjórn hafi á fundi sínum þann 20. júní 2023, samþykkt að Sandra Hlíf Ocares taki sæti í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í stað Þorkels Sigurlaugssonar. MSS22060062

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi Foreldrafélags Austurbæjarskóla, dags. 15. júní 2023, um lagfæringar og endurbætur á skólalóð Austurbæjarskóla. MSS22090034

    Samþykkt að senda eignaskrifstofu til upplýsingar við gerð fjárfestingaáætlunar.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um ályktun Íbúasamtaka Miðborgar um sorphirðu í borgarhlutanum. MSS23060098

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur undir ályktun Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur um sorphirðu í miðborginni og hvetur borgaryfirvöld til að leita lausna í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um veggjakrot í miðborginni. MSS22090158

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur undir ályktun Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur um veggjakrot í miðborginni og hvetur borgaryfirvöld til að leita lausna í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu.

  5. Fram fer umræða um umferðaröryggi við Suðurver og Hamrahlíð. MSS23020133

  6. Fram fer umræða um götuþrif í Hlíðum. MSS22090034

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borið hefur á því að vorhreinsun gatna í Miðborg og Hlíðum hafi reynst erfið vegna bifreiða í stæðum við götur. Víða á Norðurlöndum eru bifreiðar dregnar, hafi eigendur þeirra ekki fært þær, áður en gatnahreinsun hefst. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hvetur borgaryfirvöld til að huga að tilkynningum og merkingum tímanlega og skoða gaumgæfilega hvaða leiðir eru færar í þessum efnum, með það að markmiði að hreinsun gatna geti farið sómasamlega fram.

  7. Fram fer umræða um frárein Bústaðavegar til suðurs á Kringlumýrarbraut. MSS23020133

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúar í Suðurhlíðum hafa bent á að umferðarhávaði við frárein Bústaðavegar til suðurs á Kringlumýrarbraut sé of mikill. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða beinir því til Vegagerðarinnar, Umhverfis- og skipulagssviðs og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að bregðast við áhyggjum íbúa og láta fara fram hávaðamælingar eftir atvikum.

  8. Fram fer umræða um viðhald í undirgöngum við Veðurstofuhæð/Bústaðaveg. MSS22090034

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur fengið ábendingu þess efnis að viðhaldi í undirgöngum við Veðurstofuhæð/Bústaðaveg sé ábótavant, t.d. hvað varðar lýsingu. Athuga mætti að setja upp ljós með skynjara. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða beinir því til Reykjavíkurborgar að huga að undirgöngunum og sinna því viðhaldi sem nauðsynlegt er.

  9. Lagðar fram tillögur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, ódags., vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar 2024-2028. MSS23040215

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júní 2023, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna Kvosar, Landsímareits. SN220435

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júní 2023, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna Skúlagötusvæðis – Skúlagata. USK23040113

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júní 2023, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna Háskóli Íslands, Vísindagarðar. USK23040073

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júní 2023, um auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi vegna Norðurstrandar - strandsvæðis milli Faxagötu og Laugarness. USK22123006

    Fylgigögn

  14. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  15. Fram fer umræða um tengingar fyrir gangandi og hjólandi við Kringlumýrarbraut.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur undir með tillögu Íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 16. maí 2023 um að gerð verði örugg tenging fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Kringlumýrarbraut. Hugmynd þess efnis hefur endurtekið hlotið miklar undirtektir íbúa í verkefninu Hverfið mitt en ekki hlotið þar brautargengi vegna stærðar og tæknilegra annmarka innan ramma verkefnisins.

  16. Fram fer umræða um umferðarþunga við Háteigsskóla.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir að Háteigsvegur verði skoðaður alvarlega með tilliti til aukins umferðarþunga. Ráðið telur aðkallandi að hraðaskilti sem fengið var að láni verði sett upp aftur eftir rúmt ár í viðgerð. Skilti ættu að vera í báðar áttir. Líta má til nærliggjandi skólagatna, Hamrahlíðarinnar og Safamýrarinnar. Þar eru þrengingar, sebrabrautir, púðar, skilti og góð lýsing. Þá eru gatnamótin við Lönguhlíð varasöm vegna beygjuljósa. Ekið á barn þar í maí síðastliðnum.

  17. Fram fer umræða um umferðarhraða við Litluhlíð.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur til að hámarkshraði verði lækkaður úr 50 km/klst niður í 15-30 km/klst.  Hætta skapast við gangbraut sem er neðst við Litluhlíð.

  18. Fram fer umræða um skóla- og leikskólamál í tengslum við Veðurstofureit, Heklureit og Brautarholt.

  19. Fram fer umræða um umferðarhraða í Valshlíð.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur fengið ábendingu um að umferðarhraði um Valshlíð sé gífurlegur. Gatan sé notuð sem affall af Hringbraut/Miklubraut. Ráðast þarf í viðeigandi aðgerðir til að sporna við hraðakstri. 

     

  20. Fram fer umræða um lausagöngu hunda á Klambratúni.

  21. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hefur Reykjavíkurborg lagaheimildir til að láta draga og/eða sekta bifreiðir sem standa í vegi fyrir því að gatnahreinsun geti farið fram? MSS23060190

    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs. 

Fundi slitið kl. 18:36

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sigrún Tryggvadóttir Sunna Dögg Ásgeirsdóttir

Jóhanna Símonardóttir Þórey Björk Sigurðardóttir

Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
FG_22.6.2023