Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 4

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2020, þriðjudaginn 25. febrúar, var haldinn 4. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var opinn, haldinn í Hlíðaskóla og hófst kl. 17.01. Fundinn sátu Margrét Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson, Benóný Ægisson, Kristín Vala Erlendsdóttir og Jón H. Magnússon. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson. Einn gestur sat fundinn.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á skólastarfi í Hlíðaskóla. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið þakkar Önnu Flosadóttur verkefnisstjóra í Hlíðaskóla kærlega fyrir góða kynningu og Hlíðaskóla fyrir að taka á móti ráðinu.

    Anna Ingibjörg Flosadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á innleiðingu íbúaráða. 

    Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þann 21. september 2019 sendu formenn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur og Íbúasamtaka 3. hverfis (Hlíða, Holta og Norðurmýrar) bréf til formanns Mannréttinda,- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Dóru Bjartar Guðjónsdóttur þar sem því var mótmælt að hverfisskipan hverfisráðanna yrði breytt en hverfin höfðu áður hvort sitt hverfisráð en áttu nú að deila íbúaráði. Töldu formennirnir að hverfin væru of ólík og hagsmunir íbúa hverfanna svo mismunandi að það gæti heft starf íbúaráðsins. Gallar þessa fyrirkomulags eru nú að koma ljós, til dæmis á því að ráðsfólki hefur aldrei tekist að halda sig innan fyrirhugaðs fundartíma vegna fjölda mála og vegna tímaskorts hafa brýn mál ekki enn komist á dagskrá. Mér finnst einnig sem formanni Íbúasamtaka Miðborgar heldur hafa hallað á mitt hverfi og má nefna að á þessum fundi eru bara tvö mál af ellefu sem gætu kallast sértæk mál miðborgarinnar og síðasti fundur fór nánast allur í að ræða fyrirhuguð smáhýsi í Hlíðahverfi. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þarf að koma sér upp vinnulagi sem tryggir að hverfunum sé sinnt jafnt, að minnsta kosti á meðan núverandi fyrirkomulag er við lýði. Afrit af bréfi formannanna frá 21.9.20 fylgir þessari bókun.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið þakka Dóru Björt Guðjónsdóttur formanni stýrihópsins fyrir góða kynningu og gott samtal.

    Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á hugmyndum um göngu- og hjólastíg frá Veðurstofuvegi að Skógarhlíð. 

    Kristinn Jón Eysteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar Listasafns Reykjavíkur við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða vegna ónæðis í tengslum við einkasamkvæmi á Kjarvalsstöðum sbr. 14. lið fundargerðar ráðsins 26. nóvember.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um almenningssalerni í miðborginni sbr. 18. lið fundargerðar ráðsins 28. janúar 2020.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hliða vegna lýsingar á Njálsgöturóló sbr. lið 16. í fundargerð ráðsins 28. janúar 2020. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar svörin og fagnar því að búið sé að auka lýsingu á Njálsgöturóló

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13 febrúar um tillögur að deiliskipulagsbreytingum fyrir lóðina nr. 60 við Snorrabraut og Skógarhlíð.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um umsagnir um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Færslu Hringbrautar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi að Skógarhlíð.
    Fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Viðreisnar leggja fram sameiginlega umsögn. 
    Fulltrúi foreldrafélaga og fulltrúi slembivalinna leggja fram sameiginlega umsögn. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Miðborgar og Hlíða taka ekki undir umsögn fulltrúa Samfylkingar og Viðreisnar.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um umsagnir um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Veðurstofuhæðar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi að Bústaðavegi.
    Fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Viðreisnar leggja fram sameiginlega umsögn. 
    Fulltrúi foreldrafélaga og fulltrúi slembivalinna leggja fram sameiginlega umsögn. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Miðborgar og Hlíða taka ekki undir umsögn fulltrúa Samfylkingar og Viðreisnar.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um akstur með ferðamenn í miðborginni. 
    Frestað.

  11. Fram fer umræða um framtíð Bíó Paradís. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur undir með íbúasamtökum miðborgarinnar og skorar á borgaryfirvöld, mennta- og menningarmálaráðherra, húseigendur, að finna lausn á húsnæðisvandræðum kvikmyndahússins Bíó Paradís svo síðasta miðbæjarbíóið geti verið áfram á sínum stað og geti gegnt menningarhlutverki sínu. Ráðið tekur jafnframt undir bókun  menningar-, íþrótta og tómstundaráðs um að Bíó Paradís sé mikilvæg menningarstofnun sem þarf að fá að halda áfram að starfa og að leitað verði lausna. Bíó Paradís er mikilvæg menningarstofnun, bæði hefur hún mikið gildi fyrir nærsamfélagið, en sömuleiðis fyrir kvikmyndamenningu landsins alls. Áfram Bíó Paradís í miðbænum!

  12. Lagt fram bréf stýrihóps um mögulega endurskoðun reglna um Frístundakort dags. 19. febrúar 2020.

    Fylgigögn

  13. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 19:29

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2502.pdf