Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 39

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2023, fimmtudaginn, 25. maí, var haldinn 38. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson,  Þórey Björk Sigurðardóttir, Hanna Björk Valsdóttir,  Kolbrún Jarlsdóttir, Sigfús Ómar Höskuldsson og Sigrún Tryggvadóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Þorkell Sigurlaugsson. 
Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 27. apríl 2023, um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum 2024-2028 ásamt fylgiskjölum. MSS23040215
    Samþykkt að fela formanni að skila tillögum íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um  fjárfestinga og viðhaldsáætlun 2024-2028 fyrir 31. maí n.k.
     

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  3. Lögð fram greinargerð Menningarfélagsins HneyksList vegna verkefnisins Reykjavík Fringe 2022. MSS22040019

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
     

  4. Lögð fram greinargerð Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur vegna verkefnisins Heil brú. MSS22040019

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
     

  5. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS23030157
    Samþykkt að veita Íbúasamtökum miðborgar Reykjavíkur styrk að upphæð 150.000 vegna verkefnisins Síðsumarhátíð Íbúasamtaka Miðborgar (ÍMR).
    Samþykkt að veita Íbúasamtökum miðborgar Reykjavíkur styrk að upphæð 100.000 vegna rekstrarstyrks.
    Samþykkt að veita Blaðraranum styrk að upphæð 100.000 vegna verkefnisins Vinnustofa í Blöðrudýragerð.
    Samþykkt að veita Katrínu Björgu Fjeldsted styrk að upphæð 100.000 vegna verkefnisins Með mínum augum.
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Háteigsskóla styrk að upphæð 150.000 vegna verkefnisins Vorhátíð Háteigsskóla 2023.
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Hlíðaskóla styrk að upphæð 150.000 vegna verkefnisins Vorhátíð Hlíðaskóla og nágrennis.
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Austurbæjarskóla styrk að upphæð 150.000 vegna verkefnisins Vorhátíð Austurbæjarskóla

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Sigrún Tryggvadóttir víkur af fundinum undir afgreiðslu á styrkumsókn fyrir verkefnið rekstrarstyrkur fyrir Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur.

    Þórey Björk Sigurðardóttir víkur af fundinum undir afgreiðslu á styrkumsókn Foreldrafélags Hlíðaskóla.

    Hanna Björk Valsdóttir víkur af fundinum undir afgreiðslu á styrkumsókn Foreldrafélags Austurbæjarskóla.

    Sigrún Tryggvadóttir víkur af fundinum undir afgreiðslu á styrkumsókn fyrir verkefnið Síðsumarhátíð íbúasamtaka miðborgar.
        
    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:14

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sigfús Ómar Halldórsson Sigrún Tryggvadóttir

Þórey Björk Sigurðardóttir Hanna Björk Valsdóttir

Kolbrún Jarlsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða - 25. maí 2023