Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2023, fimmtudagurinn, 27. apríl, var haldinn 38. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Hanna Björk Valsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir, Sigfús Ómar Höskuldsson og Sigrún Tryggvadóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. apríl 2023, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum 18. apríl 2023, samþykkt að Þorkell Sigurlaugsson taki sæti í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í stað Söndru Hlífar Ocares. MSS22060062
- Kl. 16.31 tekur Þórey Björk Sigurðardóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. mars 2023, um skipulagslýsingu vegna tillögu að nýju deiliskipulagi Veðurstofureits. USK23030053
Formanni í samráði við ráðið falið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest.Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 23. mars 2023, um ökuhraða við Nóatún. MSS23040247
Samþykkt að senda erindið til skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar til upplýsingar.Atli Thorstensen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 16:40 tekur Þorkell Sigurlaugsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um körfuboltavöll við Hlíðaskóla. MSS22090031
-
Fram fer umræða um framkvæmdir við Stigahlíð. MSS22090031
-
Fram fer umræða um hornið við Hamrahlíð og Stakkahlíð. MSS22090031
-
Fram fer umræða um hægri beygju inn Hamrahlíð og Suðurver. MSS22090031
-
Fram fer umræða um tilraunaverkefni um lausagöngu hunda á Klambratúni. MSS22090031
-
Fram fer umræða um umferð á göngugötuhluta Laugavegs. MSS22090031
-
Fram fer umræða um eftirlit skipulags- og/eða byggingarfulltrúa með aðgengi virkra ferðamáta við framkvæmdasvæði í Miðborg og Hlíðum. MSS22090031
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Mervi Orvokki Luoma, dags. 2. mars 2023, vegna verkefnisins Biodiversity in the city.
Þessi liður fundarins var lokaður með visan til 7. gr í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
-
Hvað er verið að framkvæma neðst í Stigahlíð og stendur til að kynna framkvæmdirnar fyrir íbúum? Framkvæmdir hófust þar fyrir nokkru en hlé hefur verið á framkvæmdum um nokkur skeið. Einnig er upplýsinga óskað eftir tímaramma, þ.e. hvenær framkvæmdir hefjast að nýju og hvenær þeim ljúki.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. -
Hvernig verður umferð bifreiða háttað á Laugarvegi í sumar? Hvernig miðar endurhönnun göngugötuhluta Laugarvegs?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. -
Víða í miðborg og Hlíðum eru dæmi um að framkvæmdir hafi teygt sig inn á gang- og hjólastíga. Eru skilmálar í framkvæmda- eða byggingarleyfum þar sem óskað er eftir að hefta aðgengi gangandi, hjólandi og fatlaðra? Hvernig er þessu eftirliti háttað? Hafa skipulags- eða byggingarfulltrúi beitt þvingunarúrræðum hafi slíkir skilmálar verið brotnir?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundi slitið kl. 17:47
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson
Þorkell Sigurlaugsson Sigfús Ómar Höskuldsson
Sigrún Tryggvadóttir Hanna Björk Valsdóttir
Þórey Björk Sigurðardóttir Kolbrún Jarlsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 27. apríl 2023