Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 37

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2023, fimmtudagurinn, 23. mars, var haldinn 37. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir, Sigfús Ómar Höskuldsson, Sigrún Tryggvadóttir, Jóhanna Símonardóttir og Þórey Björk Sigurðardóttir. Fundinn sátu einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. febrúar 2023, um uppstillingu kjörseðils í Miðborg og Hlíðum  fyrir Hverfið mitt ásamt fylgiskjölum. 

    Samþykkt að óska eftir að eftirtalin verkefni fari á kjörseðil í Miðborg og Hlíðum fyrir hverfiskosningar í Hverfið mitt næstkomandi haust:

    Miðborg:

    1.    Ærslabelg á Hlíðarenda eða við Öskjuhlíð (Nauthólsvík)

    2.    Nýjar glergirðingar í Sundhöll Reykjavíkur

    3.    Almennar hjólageymslur

    4.    Merkingar í undirgöngunum við Landspítala

    5.    Uppfæra undirlag körfuboltavalla (Austurbæjarskóli)

    6.    Lýsing og leiktæki á grænu svæði Grettisgötu 30

    7.    Bekkir og blóm á Hlíðarenda

    8.    Lítið hús á miðja tjörnina fyrir endurnar

    Hlíðar: 

    1.    Vandað hjólaskýli við Njálsgöturóló

    2.    Ljósastaurar við fótboltavöllinn á Klambratúni

    3.    Hjólaskúr á Háteigskólalóð

    4.    Körfuboltavöll á Klambratún

    5.    Bæta Meðalholtsróló (endurbætur/endurgera)

    6.    Vistlegri Skarphéðinsgata

    7.    Fleiri vatnsbrunnar

    8.    Laga göngustíg og leiksvæðið milli Stigahlíðar 87 og 94

    9.    Barnavagna- og kerruskúr við leikskólann Stakkaborg

    10.    Ungbarnarólur á leikvelli við Grænuhlíð og Bogahlíð/Stigahlíð

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:25

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Sigrún Tryggvadóttir Sigfús Ómar Höskuldsson

Þórey Björk Sigurðardóttir Jóhanna Símonardóttir

Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 23. mars 2023