Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 36

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2023, mánudagurinn, 27. febrúar, var haldinn 36. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur-Tjarnarbúð og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Hanna Björk Valsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir og Þórey Björk Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild:  Sandra Hlíf Ocares og Sigfús Ómar Höskuldsson. Fundinn sátu einnig Guðný Bára Jónsdóttir sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um umferðarhraða í hverfinu og eftirlit lögreglu. MSS23020133

  2. Fram fer umræða um merkingar og hönnun hjólastíga á Hverfisgötu. MSS23020133

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 
    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir því að ráðist verði í skammtímalausn vegna hjólastígs beggja megin Hverfisgötu í samræmi við stefnu Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 um vistvænar samgöngur, þar til gatan verður endurhönnuð með tilliti til borgarlínu. Sem stendur virðast gangandi vegfarendur ekki átta sig á að annars vegar sé um gangstétt að ræða og hins vegar hjólastíg og ganga því oft á hjólastígnum. Þá virðast akandi vegfarendur oft álíta hjólastígana sem bílastæði og framkvæmdaaðilar á svæðinu nota stíga og gangstétt sem geymslu. Hvað varðar aðskilnað hjólandi og akandi þarf að finna viðeigandi lausn svo ekki sé unnt að keyra upp á stíginn. Hvað varðar aðskilnað gangandi og hjólandi vegfarenda væri ákjósanlegt að mála hjólastíginn í öðrum lit en gangstétt svo ekki fari á milli mála að um hjólastíg sé að ræða. Að öðrum kosti væri hægt að bæta merkingar á stígnum sjálfum til muna með málningu.

  3. Fram fer kynning á starfsemi ungmennaráðs í Miðborg og Hlíðum. MSS22090034

    Brynjar Bragi Einarsson og Indriði Nökkvi Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  4. Fram fer umræða um hækkanir íþróttafélaga í hverfinu á gjöldum samhliða hækkun frístundastyrks. MSS23020132

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur undir bókun menningar,- íþrótta og tómstundarráðs frá 27. janúar sbr. 2 lið fundargerðar nr. 86 og leggur áherslu á að bókuninni verði fylgt eftir og að ráðið verði upplýst um niðurstöður þessarar athugunar hvað varðar allar tómstundir sem frístundastyrkur nýtist börnum og ungmennum hverfisins.

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2023, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi  vegna lóðanna, Spítalastígur 4, 4B, 6 og 6B. Til framlagningar. USK22122958
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið gera umsögn og skila fyrir tilskilinn frest þann 24. mars næstkomandi.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

    -    kl. 18:09 víkur Hörður Heiðar Guðbjörnsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.

  7. Lögð fram greinargerð MemmPlay, dags. 24. janúar 2023, vegna verkefnisins Leikherbergi í Samfélaghúsið í Bólstaðarhlíð. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

  8. Lögð fram greinargerð Önnu Margrétar Káradóttur og skemmtinefndar Hlíðasskóla, dags. 23. janúar 2023, vegna verkefnisins Árshátíð Hlíðaskóla. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

  9. Lögð fram greinargerð Völu Sólrúnar Gestsdóttur, dags. 14. október 2022, vegna verkefnisins Tónheilun Hlíðar. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

  10. Lögð fram greinargerð Verzlanahallarinnar, dags. 23. janúar 2023, vegna verkefnisins Lengjum líftímann. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

  11. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Austurbæjarskóla, dags. 25. janúar 2023, vegna verkefnisins Vorhátíð Austurbæjarskóla 2022. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

Fundi slitið kl. 18:13

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sandra Hlíf Ocares Sigrún Tryggvadóttir

Sigfús Ómar Halldórsson Hanna Björk Valsdóttir

Þórey Björk Sigurðardóttir Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
FG_27.2.2023