Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 35

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2023, fimmtudagurinn, 26. janúar, var haldinn 35. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur-Tjarnarbúð og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Hanna Björk Valsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir, Samúel Torfi Pétursson, Sigfús Ómar Höskuldsson og Sigrún Tryggvadóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild:  Sandra Hlíf Ocares. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. janúar 2023, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 17. janúar 2023 hafi verið samþykkt að Sanda Hlíf Ocares taki sæti í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í stað Þórðar Gunnarssonar. Jafnframt var samþykkt að Þórður Gunnarsson taki sæti varafulltrúa í ráðinu í stað Söndru Hlífar Ocares. MSS22060062

     

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um nærþjónustu í Hlíðarendahverfi. MSS22090034

    Alexandra Briem tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    -    kl. 16:35 tekur Þórey Björk Sigurðardóttir sæti á fundinum.

  3. Fram fer umræða um breytingar á gjaldsvæðum bílastæða í miðborginni. USK22100047

     

  4. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 16. desember 2022, við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um húsnæðismál leikskólans Hlíðar, sbr. 9. liður fundargerðar ráðsins frá 24. nóvember 2022. MSS22110228

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. desember 2022, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík vegna lóðarinnar nr. 83-89 við Nauthólsveg. MSS22110230

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um vetrarþjónustu í Miðborg og Hlíðum. MSS22120133

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að koma á framfæri ábendingum um snjómokstur í hverfinu.

     

  7. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 13. desember 2022, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. janúar 2023, um breytingar á fjármagni í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  9. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Miðborgar og Hlíða – vor 2023. MSS22080127

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  11. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Hlíðaskóla, dags. 1. júní 2022 vegna verkefnisins Vorhátíð Hlíðarskóla 2022. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

  12. Lögð fram greinargerð Bryndísar Jöru Þorsteinsdóttur, dags. 1. desember 2022, vegna verkefnisins A day of clown therapy. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

  13. Lögð fram greinargerð Auðar B. Árnadóttur, ódags., vegna verkefnisins SumarYoga. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

Fundi slitið kl. 18:03

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Samúel Torfi Pétursson

Sandra Hlíf Ocares Sigfús Ómar Höskuldsson

Sigrún Tryggvadóttir Hanna Björk Valsdóttir

Þórey Björk Sigurðardóttir Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 26. janúar 2023