Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 34

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2022, fimmtudagurinn 15. desember, var haldinn 34. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og hófst kl. 16.30. Fundinn sátu: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Þórður Gunnarsson, Geir Finnsson, Sigfús Ómar Höskuldsson, Sigrún Tryggvadóttir og Kolbrún Jarlsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram til afgreiðslu drög að erindi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 8. desember 2022 til umhverfis- og skipulagsráðs um umferðaröryggi og akstur stærri ökutækja í miðborginni. MSS22030200

    Samþykkt

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um umferð á göngugötuhluta Laugarvegar. MSS22090031

    -    Kl. 16:38 tekur Þórey Björk Sigurðardóttir sæti á fundinum. 

    -    Kl. 16.40 tekur Hanna Björk Valsdóttir sæti á fundinum.   

  3. Fram fer umræða um málefni Sigluness. MSS22090031

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur áherslu á að sú mikilvæga starfsemi fyrir börn og unglinga sem fram fer hjá Siglunesi í Nauthólsvík leggist ekki af.  

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. nóvember 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32 við Brautarholt. MSS22110051

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

    -    Kl. 17.20 víkur Hörður Heiðar Guðbjörnsson af fundi

  6. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    a)    Mikilvæg mistök - Sirkussýning/Sirkus ananas. 

  7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    Umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:29

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Þórður Gunnarsson Sigfús Ómar Höskuldsson

Sigrún Tryggvadóttir Hanna Björk Valsdóttir

Þórey Björk Sigurðardóttir Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 15. desember 2022