Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 30

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2022, miðvikudagur 25. maí, var haldinn 30. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur Tjarnarbúð og hófst kl. 17.22. Fundinn sátu: Margrét Norðdahl, Sigfús Ómar Höskuldsson, Sigrún Tryggvadóttir og Þórey Björk Sigurðardóttir.  Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hanna Björk Valsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram tilnefning Foreldrafélags Austurbæjarskóla í íbúaráð Miðborgar og Hlíða, Jóhanna Símonardóttir tekur sæti sem varamaður í ráðinu fyrir hönd Foreldrafélags Austurbæjarskóla. 

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa dags. 25. apríl 2022 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum. 
  Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Miðborgar og Hlíða í samvinnu við fulltrúa ráðsins að skila tillögum fyrir tilskilinn frest þann 29. maí nk. MSS22040195

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um aðgengi íbúa við göngugötur að heimilum sínum. 

 4. Lögð fram ályktun aðalfundar Íbúasamtaka Miðborgar dags. 28. apríl 2022, vegna ónæðis frá skemmtistöðum í miðborginni. MSS22050298
  Samþykkt að vísa ályktun íbúasamtaka Miðborgar til Samráðshóps um málefni Miðborgar. 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur undir ályktun Íbúasamtaka miðborgar sem lögð er fram vegna ónæðis vegna veitinga- og skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur. Ráðið leggur ríka áherslu á að málefni íbúa miðborgarinnar og þess ónæðis sem þeir verði fyrir vegna skemmtistaða í miðborginni verði tekið upp hið fyrsta af borgaryfirvöldum og viðeigandi aðilum til að tryggja lágmarks grunnþarfir íbúa, s.s. svefn. Einnig með vísan til 26. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkurborgar er farið þess á leit við þá sem málið kann að varða, að það ónæði sem lausir hátalarar sem rekstraraðilar sumra skemmtistaða kjósa að nota utandyra verði fjarlægðir.  

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um aðgengismál á ylströndinni í Nauthólsvík.

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fyrir dyrum standa stórar framkvæmdir til að bæta Ylströndina og bæta aðgengi. 
  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir að strax verði farið í einfaldar aðgerðir áður en mesta sumartraffíkin á Ylströndina brestur á þar sem er mikilvægt að fólk með ólíka færni komist leiðar sinnar um svæðið. Í því tilliti má nefna að setja ramp að gufunni og stækka hurðaop inn í búningsklefa þannig að hjólastólar komist þar inn. 

 6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

 7. Lögð fram greinargerð vegna styrks fyrir verkefnið Pop up Yoga Reykjavík. Þessi liður fundarins er lokaður. 

 8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

  Samþykkt að verða við beiðni Íbúasamtaka Miðborgar og Hlíða um frestun og breytingu á framkvæmd verkefnanna Heil brú og Síðsumarhátíðar Íbúasamtaka Miðborgar. 
  Samþykkt að veita Íbúasamtökum þriðja hverfis rekstrarstyrk að upphæð kr. 100.000,-. 
  Samþykkt að veita Verzlanahöllin ehf styrk að upphæð kr. 75.000,- vegna verkefnisins Líftíminn lengdur. 
  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Háteigsskóla styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Árshátíð Háteigsskóla 2022. 
  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Austurbæjarskóla styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Vorhátíð Austurbæjarskóla. 

  Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

  Fulltrúi íbúasamtaka þriðja hverfis víkur af fundinum á meðan tekin er til afgreiðslu umsókn Íbúasamtaka þriðja hverfis um rekstrarstyrk. 

  -    Kl. 18.45 víkur Hanna Björk Valsdóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 9. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í Borgin okkar 2022 - hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040042

  Samþykkt að veita AcroYoga Reykjavík styrk að upphæð kr. 188.000,- vegna verkefnisins AcroYoga Pop-up. 
  Samþykkt að veita Amanda Tyahur styrk að upphæð kr. 100.000,- vegna verkefnisins Mural project. 
  Samþykkt að veita Bryndísi Jöru Þorsteinsdóttur styrk að upphæð kr. 170.000,- vegna verkefnisins A day of Clown Therapy - Dagsins Trúðameðferð. 
  Samþykkt að veita Eirnýju Þórólfsdóttur styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Suðurhliðasælan. 
  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Háteigsskóla styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Vorhátíð Háteigsskóla 2022. 
  Samþykkt að veita Höllu Kolbeinsdóttur styrk að upphæð kr. 140.000,- vegna verkefnisins Ratleikir um Reykjavík. 
  Samþykkt að veita Höllu Kolbeinsdóttur styrk að upphæð kr. 52.513,-  vegna verkefnisins Vegglist í Reykjavík. 
  Samþykkt að veita Íslenska Schumannfélaginu styrk að upphæð kr. 300.000,- vegna verkefnisins Seigla, tónlistarhátíð í Hörpu 12.-14. ágúst. 
  Samþykkt að veita Menningarfélaginu HneyksList styrk að upphæð kr. 300.000,- vegna verkefnisins RVK Fringe 2022. 
  Samþykkt að veita Peru óperukollektíf styrk að upphæð kr. 350.000,- vegna verkefnisins Söngljóðasúpa í Norræna húsinu. 
  Samþykkt að veita Ragnheiði Björk Aradóttur styrk að upphæð kr. 210.000,- vegna verkefnisins Bjorkin Studios. 
  Samþykkt að veita Reykjavík Tool Library styrk að upphæð kr. 350.000,- vegna verkefnisins Reddingakaffi 2022. 
  Samþykkt að veita Samfélagshúsinu Bólstaðarhlíð 43 styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Gleðidagar í garðinum. 
  Samþykkt að veita Sigríði Melrós Ólafsdóttur styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Borgarfíflar - nytjajurtir í nágrenninu. 
  Samþykkt að veita Völu Sólrúnu Gestsdóttur styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna verkefnisins Tónheilun Hlíðar. 
  Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 210.000,- vegna verkefnisins Sirkussýningin Mikilvæg Mistök.
  Samþykkt að veita Framfarafélagi Hlíða styrk að upphæð kr. 325.000,- vegna verkefnisins Plokk partý. 

  Öðrum styrkumsóknum hafnað.

  Fylgigögn

 10. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Auka þarf aðgengi íbúa miðborgar sem búa við göngugötu. Vöruafgreiðsla er heimil til kl. 11 alla virka daga en kallað er eftir rýmri heimild fyrir íbúa utan þess tíma. Óskað er eftir að athugað verði hvort íbúar geti fengið skilríki í bílinn og geti notað ef svo ber undir svo ekki komi til sekta. Varðandi öryggi þá þarf að merkja betur við göngugötur að vöruafgreiðsla sé heimil til kl. 11 alla virka daga. Óskað er eftir svörum um hvernig hægt sé að merkja vöruafhendingarsvæði, þannig að gangandi vegfarendum stafi ekki hætta af umferð um svæðið? Hvernig er hægt að koma til móts við íbúa svo þeir geti komið vörum til heimila sinna án sektar? MSS22050299

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. 

Fundi slitið klukkan 19:45

PDF útgáfa fundargerðar
30._fundargerd_ibuarads_midborgar_og_hlida_25._mai_2022.pdf