Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 29

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2022, miðvikudagur 27. apríl, var haldinn 29. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Margrét Norðdahl, Sigfús Ómar Höskuldsson, Sigrún Tryggvadóttir, Hanna Björk Valsdóttir, Þórey Björk Sigurðardóttir og Jón H. Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Rannveig Ernudóttir, Örn Þórðarson. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram svar skrifstofu umhverfisgæða dags. 29. mars 2022 við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um hleðslustöðvar fyrir rafbíla í miðborginni, sbr. 13. liður fundargerðar ráðsins frá 22. febrúar 2022. 

  Fylgigögn

 2. Bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. apríl 2022 vegna bókunar fulltrúa í íbúaráði Miðborgar og Hlíða um umferð stærri ökutækja í miðborginni. 

  Íbúaráð Miðborgar Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir því að fulltrúi Íbúaráðs miðborgar og hlíða og fulltrúi íbúasamtaka verði hluti af samráðshópi og að samráðið hefjist í byrjun maí.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra dags. 6. apríl 2022 vegna hraðamælinga á Hverfisgötu. 

  Íbúaráð Miðborgar Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða ítrekar mikilvægi þess að farið verði í aðgerðir til að sporna við hraðakstri við Hverfisgötu og komið verði á öruggum gönguleiðum yfir götuna. Þessar mælingar sýna að það er mikil þörf á hvoru tveggja til þess að tryggja öryggi vegfarenda.  

  Fylgigögn

 4. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs frá 9. febrúar 2022 vegna Hlíðarenda – Reitir G,H og I.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. 
  Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 11. maí nk.

  -    17.45 víkur Hörður Heiðar Guðbjörnsson af fundinum. 

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Vitastíg.
  Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 11. maí nk.

  Fylgigögn

 7. Fram fer umræða um gönguleið á lóð Austurbæjarskóla. 

  -    - 18.02 víkur Örn Þórðarson af fundinum.
  -    - 18.08 víkur Rannveig Ernudóttir af fundinum.

 8. Fram fer kynning á hreinsun gatna og gönguleiða í hverfinu. 

  Íbúaráð Miðborgar Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir að skipulag við hreinsun gatna í miðbænum verði endurskoðuð.  Þegar íbúar hverfisins hafa fært bílana sína annað vegna hreinsunar koma utanaðkomandi og leggja í stæðin.  Því óskum við eftir að þegar verið er að skipuleggja hreinsun gatna verði ekki allar göturnar hreinsaðar í einu.  Heldur skipt upp í 3-5 götur samhliða sem yrðu hreinsaðar og næstu 3-5 götur hreinsaðar daginn eftir.  Með þessu er hægt að leggja bílum í þeim götum sem eru ekki hreinsaðar þennan dag.

  -    - 18.20 víkur Sigfús Ómar Höskuldsson af fundinum.

  Fylgigögn

 9. Fram fer umræða um tillögu borgarstjóra dags. 5. apríl 2022 – Borgin okkar 2022. 

  Fylgigögn

 10. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

 11. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  a) Bjartur Elíasson/Sumarhópur samfélagshúsa.
  b) Eirný Þórólfsdóttir/Suðurhlíðasælan. 

 12. Lagðar fram umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  Samþykkt að veita Auði B. Ástudóttur styrk að upphæð kr. 110.000,- vegna verkefnisins Sumar Yoga. 
  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Hlíðaskóla styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins Vorhátíð Hlíðaskóla og nágrennis 2022. 
  Samþykkt að veita íbúasamtökum Miðborgar rekstrarstyrk að upphæð kr. 100.000,-.

  Þórey Björk Sigurðardóttir víkur af fundi við afgreiðsluumsóknar Foreldrafálags Hlíðaskóla.

  -    -  18:59 víkur Sigrún Tryggvadóttir af fundi. 

  Fylgigögn

 13. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Íbúaráð Miðborga og Hlíða óskar eftir upplýsingum um hvers vegna ekki sé gert ráð fyrir hleðslustöð í Arnarhlíðarhverfinu (Valshverfinu). Þar vantar enn aukna þjónustu, svo sem verslun og aðra þjónustu, því gætu hleðslustöðvar e-ð bætt við þjónustu fyrir íbúa í nýlegu hverfi.

 14. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Íbúaráð Miðborga og Hlíða óskar eftir frekari rökstuðningi fyrir áðurkynntum breytingum á I-reit sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs á breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Með frekari nýtingu á þessum reit (I-reit) sé vissulega verið að gera breytingar þannig að íbúðum fjölgi en með því sé verið að ganga á enn eitt græna svæðið í nágrenni íbúa Arnarhlíðarhverfisins. Gerð hafi verið umsögn um almennt leiksvæði í kringum þetta svæði en með þessari breytingu sé ljóst að græn svæði séu á undanhaldi. Því er óskað eftir frekari rökstuðningi fyrir breytingu á I-reit.

 15. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Skólasamfélag Austurbæjaskóla þ.e.. skólaráð, skólastjóri, Frístundaheimilið Draumaland, yngri barna kennarar og foreldrar við skólann hafa óskað eftir því að skólalóðin og leiksvæði fyrir börnin verði afgirt. Það hversu opin skólalóðin er hefur skapað vandræði í skólastarfinu, m.a. vegna þess að í Miðbænum er mikill fjöldi ferðafólks sem oft ratar inn á skólalóðina á skólatíma, heilu hóparnir stundum og í sumum tilfellum hefur fólk ratað alla leið inn í skóla án þess að eiga þangað erindi. Einnig er ekkert sem stöðvar eða hindrar umferð rafhlaupahjóla og jafnvel vespa sem fara þarna í gegn oft á mikilli ferð. Draumaland, frístund fyrir 1 - 4 bekk er staðsett við Bergþórugötu og beint aðgengi fyrir börnin út á götu. Að sama skapi er ekkert sem afmarkar skólalóðina við bílastæðin. Við teljum að tryggja þurfi öryggi barna á skólatíma betur. Það hefur ekki mátt gera vegna þess að göngustígur í gegnum skólalóðina hefur talist Borgarland, sem og tröppugangur milli skólans og félagsmiðstöðvarinnar Spennistöðin. Nú eru nýjustu upplýsingar þær að þetta sé ekki borgarland og tilheyri skólalóðinni. Íbúaráð Miðborgar- og Hlíða óskar eftir að fá úr því skorið hvort þessi göngustígur sem liggur í gegnum skólalóðina sé borgarland eða skólalóð? Jafnframt óska eftir upplýsingum um það hvort til standi að hafa skólalóðina og leiksvæði fyrir börnin afgirt? Eins er á áætlun að endurnýja eigi skólalóð Austurbæjarskóla árið 2023 og viljum við vita hvort það muni standast? Lóðin og skólinn þarf sannarlega á því að halda. 

Fundi slitið klukkan 19:05

PDF útgáfa fundargerðar
29._fundargerd_ibuarads_midborgar_og_hlida_27._april_2022.pdf