Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 28

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2022, þriðjudagur 22. mars, var haldinn 28. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Margrét Norðdahl, Sigrún Tryggvadóttir, Hanna Björk Valsdóttir, Þórey Björk Sigurðardóttir og Jón H. Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Margrét Norðdahl, Pawel Bartoszek, Örn Þórðarson og Sigfús Ómar Höskuldsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á málefnum Hljómskálagarðs. 

  Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um umferð stærri ökutækja í miðborginni. MSS22030200

  Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúar íbúasamtaka, fulltrúar foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

  Lagt er til við skipulags og samgönguráð að samráð vegna endurskoðunar á akstursfyrirkomulagi stærri ökutækja verði hafið aftur núna strax í vor og tillögur liggi fyrir áður en meginþungi sumarumferðar ferðamanna hefst og að íbúaráð og íbúasamtök hafi aðkomu að samráðinu.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. febrúar 2022 og 2. mars 2022 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna Hlemmur, reitur 1.240, Umferðarskipulag. MSS22010338
  Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest. 

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. febrúar 2022 og 2. mars 2022 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Háaleitisbraut. MSS22020138

  Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest. Jafnframt samþykkt að óska eftir aðgangi að samgöngumati vegna deiliskipulagstillögunnar. 

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um grenndarstöðvar í hverfunum.

  Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúar íbúasamtaka, fulltrúar foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
  leggur fram svohljóðandi bókun:

  Lagt er til að tæmingum verði fjölgað bæði í Miðborg og Hlíðum, aðgengi að gámunum verði bætt og umhirða um stöðvarnar verði aukin. Það er mat ráðsins að vandi hafi verið áður en tafir urðu vegna Covid og veðurs.

 6. Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra dags. 25. febrúar 2022 við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um umferðaröryggismál á Hverfisgötu, sbr. 11. liður fundargerðar ráðsins frá 23. nóvember 2022. MSS22030199

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar- og Hlíða ítrekar að fundin sé leið til að tryggja öryggi gangandi yfir Hverfisgötuna. Hverfisgata er ein stærsta og þyngsta umferðaræðin í gegnum miðbæinn. Fyrir neðan Hverfisgötu búa börn sem sækja Austurbæjarskóla og þurfa að komast yfir götuna á öruggan hátt. Þar er einnig Tónmenntaskóli Reykjavíkur á Lindargötu og talsvert af börnum sem labbar í hann frá skólanum og frístund, við Vitastíg og Frakkastíg. Við óskum eftir hraðamælingum og fundin sé leið til að tryggja öryggi vegfarenda um götuna. 

  Fylgigögn

 7. Fram fer umræða umferðaröryggi gangandi í ljósi snjóþyngsla. 

  Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúar íbúasamtaka, fulltrúar foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
  leggur fram svohljóðandi bókun:

  Óskað er eftir því að snjómokstri verði betur sinnt á snjóþungum dögum og sérstaklega verði hugað að aðgengi um og yfir gönguleiðir og að almenningssamgöngum fyrir gangandi vegfarendur og vegfarendur sem nota hjólastól. Á gangbrautum sem þvera stofngötur og strætóleiðir myndast kantur beggja megin við göturnar eftir snjóruðninginn og það segir sig sjálft að því oftar sem snjóruðningur er að því hærri og meiri verður kanturinn. Notkun gangbrautarljósa á að teljast ein öruggasta leið gangandi vegfarenda til að komast yfir umferðargötur og þá óásættanlegt að ástandi sé búið að vera svo slæmt að ekki sé hægt að komast að gangbrautarljósinu til að ýta á takkann. Annar staður þar sem snjóruðningur er til ama er fyrir farþega strætó þar sem skapast sami vandi og háir kantar og skaflar safnast á stéttinni þar sem farþegar stíga niður á þegar farið er úr vagninum. Þetta er leitt af því þessi vandi skapast ekki vegna sjálfrar snjókomunnar heldur vegna snjómoksturs annarra leiða og þessi snjór er þyngri, blautari og oft harðari og þá hlýtur að vera jafn mikilvægt að tryggja greiðar og öruggar leiðir fyrir gangandi vegfarendur.

 8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

 9. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 
  Frestað. 

  Fylgigögn

 10. Lagðar fram umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  Samþykkt að veita Önnu Margréti Káradóttur/Skemmtinefnd Hlíðaskóla styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Árshátíð Hlíðaskóla. 

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:17

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
28._fundargerd_ibuarads_midborgar_og_hlida_22._mars_2022.pdf