Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 27

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2022, þriðjudagur 22. febrúar, var haldinn 27. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.04. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir:  Jón H. Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Margrét Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson, Sigfús Ómar Höskuldsson, Hanna Björk Valsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir og Þórey Björk Sigurðardóttir. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram tilnefning Íbúasamtaka Miðborgar í íbúaráð Miðborgar og Hlíða, Sigrún Tryggvadóttir tekur sæti aðalmanns í ráðinu fyrir hönd Íbúasamtaka Miðborgar. 

  Fylgigögn

 2. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga vestan Snorrabrautar í íbúaráð Miðborgar og Hlíða, fyrir hönd þeirra tekur Þórey Björk Sigurðardóttir sæti aðalmanns í ráðinu og Atli Viðar Thorstensen tekur sæti varamanns. 

  Fylgigögn

 3. Fram fer samtal við ungmennaráðsfulltrúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum.

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fulltrúum ungmennaráðsins kærlega fyrir komuna fyrir góða kynningu og hvetjum til áframhaldandi góðs samstarfs.

  Vigfús Karl Steinsson starfsmaður ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og Júlía Esma Cetin fulltrúi ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

 4. Lögð fram drög að erindi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 15. febrúar 2022 til skipulags- og samgönguráðs um umferðaröryggi í miðborginni. 
  Samþykkt.
  Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um slysahættu vegna ástands fasteignarinnar að Óðinsgötu 14. 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Á húsinu Óðinsgötu 14 eru opnir gluggar niður við götu. Þar niður er 2-3 metra fall á gólf í kjallara. Um er að ræða mikla slysahættu og mikilvægt að brugðist verði skjótt við og gengið frá fasteign með þeim hætti að engin slysahætta sé. Íbúar hafa hlutast að máli og tilkynnt um þessa hættu en það hefur ekki orðið til þess að bót hafi verið gerð á. Íbúaráð miðborgar og hlíða óskar eftir því að farið verði í málið án tafar og gengið verði frá fasteigninni þannig að engin slysahætta sé af henni.

 6. Fram fer umræða um hleðslustöðvar fyrir rafbíla í miðborginni.

 7. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 9. febrúar 2022 um vinnutillögur að hverfisskipulagi Hlíða. 
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. 
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 9. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 15. febrúar 2022 um skýrslu um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Hlíðaskóla, Háteigsskóla, Austurbæjarskóla og Vörðuskóla.
  Samþykkt.
  Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 10. Bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 15. febrúar 2022 vegna endurskoðunar á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. 

  Fylgigögn

 11. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

 12. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  A) Bryndís Christensen/Að vekja leirofn.

  B) Dóra Júlía/Lunch Beat - DJ sett undir berum himni.

  C) Foreldrafélag Hlíðaskóla/Aðventuhátíð Hlíðaskóla 2021.

  D) Ignacio Livianos Magraner/ti verkefnis: My neighbourhood, my life as a foreigneigner. 

  E) Margrét Zophaníasdóttir/Myndlist. 

 13. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

  Óskað er upplýsinga um áætlanir borgarinnar um uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla í miðborginni og upplýsinga um hvar eru stöðvar núna. Einnig er óskað upplýsinga um hvort borgin hyggist beita sér með öðrum hætti til þess að slíkum hleðslustöðvum í miðborg fjölgi.

Fundi slitið klukkan 18:32

PDF útgáfa fundargerðar
27._fundargerd_ibuarads_midborgar_og_hlida_22._februar_2022.pdf