Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2022, þriðjudagur 25. janúar, var haldinn 26. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Margrét Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson, Sigfús Ómar Höskuldsson, Hanna Björk Valsdóttir, Jón H. Magnúsdóttir. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði þau Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á verkhönnun verkefna í Hverfið mitt – Miðborg og Hlíðar.
Eiríkur Búi Halldórsson og Marta María Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Fram fer umræða um vinnutillögur hverfisskipulags í Hlíðum.
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að gera umsögn og skila fyrir tilskilinn frest.Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skóla- og frístundasviðs dags. 9. desember 2021 með umsagnarbeiðni um skýrslu starfshóps um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Hlíðaskóla, Háteigsskóla, Austurbæjarskóla og Vörðuskóla.
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að gera umsögn og skila fyrir tilskilinn frest.Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúa dags. 6. desember 2021 um yfirborðsfrágang í Norðurmýri.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 29. október 2021 um erindi Vina Saltfiskmóans ódags. vegna framkvæmda á Sjómannaskólareit.
Samþykkt að óska eftir frekari skýringum á afmörkun framkvæmdasvæðis á Sjómannaskólareit.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í borgarhlutunum.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 12. janúar 2022 um um tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Hlíðarendi - Reitir G, H og I.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. d
Samþykkt að veita Memm play styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnis Fjölskyldurými og fjölskyldustundir í Samfélagshúsinu í Bólstaðarhlíð.
Afgreiðslu annarra umsókna er frestað.
- 18:43 víkur Margrét Norðdahl af fundi við afgreiðslu umsóknar Memm play og aftengis fjarfundarbúnaði.
- 18:53 tekur Margrét Norðdahl sæti á fundinum á ný og tengist með fjarfundarbúnaði.Fylgigögn
-
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Ráðinu barst erindi frá íbúa sem vakti athygli á lúnum gangstéttum í Norðurmýri sem eru víða brotnar. Í ljósi þessa er óskað upplýsinga um hvort yfirborðsfrágangur eða lagfæringar á gangstéttum í Norðurmýri sé hluti af áætlunum borgarinnar á þessu ári eða í náinni framtíð?
Fundi slitið klukkan 19:05
PDF útgáfa fundargerðar
26._fundargerd_ibuarads_midborgar_og_hlida_25._januar_2022.pdf