Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 25

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2021, þriðjudagur 14. desember, var haldinn 25. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.02. Viðstödd voru Margrét Norðdahl, Hanna Björk Valsdóttir og Jón H. Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson og Sigfús Ómar Höskuldsson. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 9. desember 2021 með umsagnarbeiðni um skýrslu starfshóps  um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Hlíðaskóla, Háteigsskóla, Austurbæjarskóla og Vörðuskóla. 

  Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir frá skóla- og frístundasviði taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.  

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar 100og1 dags. 7. desember 2021 um lýsingu á skólalóð Austurbæjarskóla. 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur undir erindi frá forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar 100og1 og óskar eftir því að lýsing á lóð Austurbæjarskóla verði bætt hið snarasta í samráði við skólann og félagsmiðstöðina.

  Friðmey Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni 100og1 tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um vinnutillögur hverfisskipulags í Hlíðum. 

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. nóvember 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Hlíðarendi - Reitir G, H og I.
  Formanni í samvinnu við ráðið falið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest. 

  -    18.10 víkur Dilja Ámundadóttir Zoega af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði og Katrín Sigríður Júlíu-Steingrímsdóttir tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

  Fylgigögn

 5. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember  með umsagnarbeiðni um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030.
  Formanni í samvinnu við ráðið falið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest.

  Fylgigögn

 6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

Fundi slitið klukkan 18:29

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_1412.pdf