Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2021, þriðjudagur 23. nóvember, var haldinn 24. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.03. Viðstödd voru Margrét Norðdahl, Þórey Björk Sigurðardóttir og Kristján Örn Kjartansson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Pawel Bartoszek, Örn Þórðarson og Sigfús Ómar Höskuldsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram tilnefning Foreldrafélags Hlíðaskóla þar sem fram kemur að Þórey Björk Sigurðardóttir taki sæti varamanns fulltrúa foreldrafélaga í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í stað Lenu Viderö.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Betri borg fyrir börn og þróun þjónustu velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um skýrslu starfshóps um framtíðarskipan grunnskóla- og frístundastarfs í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Vörðuskóla.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Foreldrafélags Austurbæjarskóla dags. 16. nóvember 2021 um umferðaröryggi við Hverfisgötu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. nóvember 2021 um niðurstöður kosninga í Hverfið mitt í Miðborg og Hlíðum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 25. október 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um almenningsleikvöll í Hlíðarendahverfi, sbr. 17. liður fundargerðar ráðsins frá 22. júní 2021.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. október 2021 – umsagnir og svör við athugasemdum vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. október 2021 vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Lindargata 42, 44, 46 og Vatnsstígur 10-12.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Austurbæjarskóla styrk að upphæð kr. 400.000.- vegna verkefnisins Efling foreldrasamstarfs og foreldraþátttöku í Austurbæjarskóla!
Öðrum umsóknum hafnað.
- 18.30 Margrét Norðdahl víkur af fundi undir þessum lið
Fylgigögn
-
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði um hvort og þá hvaða umferðaröryggisaðgerðir eru fyrirhugaðar við Hverfisgötuna þegar kemur að öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Íbúaráðinu hafa borist til eyrna áhyggjur íbúa vegna öryggis barna sem þurfa að fara yfir Hverfisgötu í Tónmenntaskóla Reykjavíkur við Lindargötu sem og barna sem búa neðan við Hverfisgötu og þurfa að fara yfir hana á leið í Austurbæjarskóla. Sérstaklega er bent á skort á gangbrautarljósum í þessu sambandi. Íbúaráðið óskar jafnframt eftir að gerð verði hraðamæling við götuna og ráðið upplýst um niðurstöðurnar þegar þær liggja fyrir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
- 18.44 Margrét Norðdahl tekur sæti á fundinum á ný.
Fundi slitið klukkan 18:47
Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2311.pdf