Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 23

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2021, miðvikudagur 17. nóvember, var haldinn 23. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 15:32. Viðstödd var Margrét Norðdahl. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Diljá Ámundadóttir Zoega, Hanna Björk Valsdóttir, Örn Þórðarson og Sigfús Ómar Höskuldsson. Fundinn sat einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð sem og Sigþrúður Erla Arnardóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á vinnutillögum hverfisskipulags Hlíða. 

    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:07

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_1711.pdf