Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 22

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2021, þriðjudagur 27. október, var haldinn 22. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.03. Viðstödd voru Margrét Norðdahl, Hanna Björk Valsdóttir og Jón H. Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson og Sigfús Ómar Höskuldsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð sem og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um rútuumferð í miðborginni. 

    Pawel Bartoszek tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um aðgengisúttekt á opnum leiksvæðum í miðborg og Hlíðum. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fyrir þessa vinnu og úttekt á opnum svæðum í hverfunum. Það að hverfin okkar séu aðgengileg og inngildandi er okkar hjartans mál. Íbúaráðið óskar eftir samráðsfundi um skýrsluna með ráðinu og íbúasamtökum í hverfunum. Varðandi nýjan leikskóla og fjölskyldumiðstöð á Njálsgöturóló þá er lykilatriði að þar sé algild hönnun höfð að leiðarljósi og að byggingin og leiksvæðið sé aðgengileg öllum. Ráðið óskar eftir því að skóla- og frístundasvið og umhverfis- og skipulagssvið hafi slík sjónarmið til hliðsjónar við alla vinnu við undirbúning nýrrar fjölskyldumiðstöðvar á Njálsgöturóló. Þess er óskað að skipulags- og samgönguráð haldi þessu sjónarmiði einnig á lofti við vinnslu málsins og hafi um það samráð við skóla- og frístundaráð.  

    Pawel Bartoszek tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi Íbúasamtaka Miðborgar dags. 15. október 2021 um íbúakort vegna bílastæða. 
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofu samgöngustjóra. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 1. október 2021 við fyrirspurnar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um þátttöku í forvali fyrir Hverfið mitt, sbr. 15. liður fundargerðar ráðsins frá 28. september 2021.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs dags. 30. september 2021vegna aðgengismála í Nauthólsvík.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fyrir svarið og fagnar því að aðgengismál horfa til betri vegar í Nauthólsvík og að hjólastólar séu í pöntun. Nauthólsvíkin er vin í borginni og mikilvægt að við fáum öll að njóta hennar.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um mengun vegna brennsluofns í Fossvogskirkjugarði. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fyrir erindi sem barst frá íbúa varðandi mengun í tengslum við brennsluofn við Fossvogskirkjugarð. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu þá setti Heilbrigðiseftirlitið, við endurnýjun starfsleyfisins, m.a. sem skilyrði að rekstraraðili innleiði innan 4. ára mengunarvarnir í samræmi við bestu aðgengilegu tækni (BAT)  fyrir starfsemina, og innan eins árs skila tímasettri áætlun um þá framkvæmd. Íbúaráðið óskar eftir því að vera upplýst um tímasetta áætlun Bálstofunnar þegar hún berst heilbrigðiseftirlitinu. Ráðið hvetur íbúa jafnframt til þess að tilkynna heilbrigðiseftirlitinu ef þau verða vör við mengun.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Frestað.

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar – miðborg. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Lagt er til að veita Bergljótu Maríu Sigurðardóttur styrk að upphæð kr. 306.000,- vegna verkefnisins Vítamín í Valsheimilinu. 

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Fylgigögn

  10. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar – Hlíðar. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Lagt er til að veita Blindrafélaginu styrk að upphæð kr. 82.500,- vegna verkefnisins Heilsuklúbbur Blindrafélagsins. 

    Lagt er til að veita Gunnlaugi V. Guðmundssyni styrk að upphæð kr. 165.00,- vegna verkefnisins Smiðjur. 

    Lagt er til að veita Kristínu Vigfúsdóttur styrk að upphæð kr. 82.500,- vegna verkefnisins Fyrirbyggjandi æfingar til varnar byltum.

    Öðrum umsóknum hafnað eða vísað í miðlægan hluta Forvarnarsjóðs. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:00

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2710.pdf