Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 21

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2021, þriðjudagur 28. september, var haldinn 21. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Dótabúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.03. Viðstödd voru Margrét Norðdahl, Hanna Björk Valsdóttir og Jón H. Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson og Sigfús Ómar Höskuldsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð sem og Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra dags. 2. september 2021 vegna óskar um samráðsfund með hagsmunaaðilum vegna rútuumferðar í miðborginni.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða ítrekar erindi sitt frá 24. ágúst og óskar eftir að skipulags- og samgönguráðs taki upp þráðinn frá 2019 þegar rútuumferð í miðborginni var í skoðunarferli og boði til samráðsfundar með hagsmunaðilum, þ.m.t. íbúaráði Miðborgar og Hlíða og íbúasamtökum um skipulag rútuumferðar í miðborginni. Þetta er mikilvægt hagsmunamál fyrir íbúa og lífsgæði í miðborginni og brýnt að setja það í forgang. Íbúaráðið óskar eftir fundi með skipulags- og samgönguráði og skrifstofu samgöngustjóra um málið.

    Bjarni Rúnar Ingvarsson frá skrifstofu samgöngustjóra tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á aðgengismálum á opnum leiksvæðum í borgarlandi í Miðborg og Hlíðum.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fyrir þessa vinnu og úttekt á opnum svæðum í hverfunum. Það að hverfin okkar séu aðgengileg og inngildandi er okkar hjartans mál. Íbúaráðið óskar eftir samráðsfundi um skýrsluna með ráðinu og íbúasamtökum í hverfunum. Varðandi nýjan leikskóla og fjölskyldumiðstöð á Njálsgöturóló þá er lykilatriði að þar sé algild hönnun höfð að leiðarljósi og að byggingin og leiksvæðið sé aðgengileg öllum. Ráðið óskar eftir því að skóla og frístundaráð taki þetta sérstaklega fyrir. 

    Gísli Þór Gíslason fyrrum starfsmaður þjónustumiðstöðvar Miðborgar, Hlíða og Vesturbæjar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um notkun barna á battavelli við Austurbæjarskóla. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Vísað er í erindi okkar um Battavöllinn við Austurbæjarskóla. Borið hefur á því að krakkar í hverfi 101 og þá aðallega nemendur í Austurbæjarskóla kvarti yfir því að battavöllurinn á skólalóðinni við Austurbæjarskóla sé tekinn yfir af eldra fólki eftir klukkan 17.00 þegar skóla og frístund lýkur og um helgar. Grunnskólakrakkar sem vilja nota völlinn í fótboltaleik eftir skóla, um helgar þurfa því frá að hverfa vegna þess að fullorðnir eða aðilar sem hafa lokið grunnskóla hópast á völlinn. Nú þegar er skilti við völlinn á íslensku, óskað er eftir að samskonar skilti verði einnig sett upp á ensku og pólsku. Einnig óskum við eftir að orðalagi á skiltinu sem í dag er eftirfarandi: “Eftir skólatíma er börnun og unglingum í hverfinu heimil afnot af gerðinu,” verði breytt í að eftir skólatíma hafi börn og unglingar forgang á völlinn. Einnig má endurskoða staðsetningu skiltana, þannig að skiltin séu sýnileg við inngang vallarins.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf aðgengis- og samráðsnefndar dags. 22. september 2021 vegna aðgengismála í Nauthólsvík. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð þakkar aðgengis- og samráðsnefnd fyrir ítarlegt svar og fagnar því að ráðast á í framkvæmdir til þess að bæta aðgengi allra að Ylströndinni. Í yfirlitinu er ósvarað þeirri ítrekuðu beiðni okkar að keyptur verði sérstakur hjólastóll sem kemst um svæðið er hægt að fara í úr klefum og alla leið að/ ofaní sjó. Við höfðum fengið þær upplýsingar innan úr kerfinu að þetta stæði til í lok sumars en svo virðist sem töf hafi orðið á því. Ráðið óskar eftir upplýsingum um stöðu mála hvað varðar kaup á slíkum stól. Ráðið óskar einnig eftir að fá upplýsingar um skýrsluna sem gerð var og lokatillögur uppdráttar. Ráðið óskar eftir því að samráð verði haft við þau sem hafa mest not fyrir þessar lagfæringar sem standa fyrir dyrum í Nauthólsvík.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 30. ágúst 2021 um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. 
    Samþykkt
    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 8. september 2021 um tillögur stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. 
    Samþykkt
    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 31. ágúst 2021 um tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2040. 
    Samþykkt.
    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 6. september 2021 um tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Heklureitur, nánar tiltekið lóðirnar við Laugaveg 168-174a.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 2. september 2021 vegna kosninga í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt sem fara fram þann 30. september til 14. október.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um Forvarnarsjóð Reykjavíkur en opið er fyrir umsóknir til 30 september nk.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram erindi Vina Saltfiskmóans ódags. vegna framkvæmda á Sjómannaskólareit og vernd síðasta stakkstæðisins í Reykjavík og hverfisgarðsins.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  12. Fram fer umræða um blómaskreytingar í borginni.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúum í íbúaráði Miðborgar og Hlíða langar til að hrósa einstaklega fallegum blómaskreytingum sem hafa glætt borgina lífi síðan sl. vor, þá sérstaklega þessi tvö hverfi sem við förum fyrir. Höfðu margir borgarbúar orð á því hvað blómin glöddu þá og lífguðu sannarlega upp á ferðir um borgina sl. mánuði.

  13. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  14. Lagðar fram greinargerðir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin.

    a) Glappakast Sirkussýning/Sirkus Ananas
    b) Fegurð á Eskitorgi/ Alex Jónasson
    c) Sumar Yoga/Auður Snorradóttir

  15. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð óskar eftir að fá tölulegar upplýsingar um þátttöku í forvali á hugmyndum í kosningum í Hverfið mitt - fyrir Miðborg annars vegar og Hlíðar hins vegar

    Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

  16. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Stjórn Íbúasamtaka 3.hverfis óskar góðfúslega eftir svörum um hvort frekari úttekt verði gerð á stöðu umferðarmála við Háteigsskóla við Háteigsveg. Búið er að setja upp hraðtakmarkanir við skólann sjálfann en umferðarhraði áður en að þeim kemur er í of mörgum tilfellum of mikill. Á síðasta ári var settur upp búnaður tímabundið þar sem mátti sjá hraða á þeim ökutækjum sem fara um Háteigsveg, komandi frá Lönguhlið. Sá búnaður er nú óvirkur. Óskað er eftir því hvort hægt sé að koma téðum búnaði aftur í notkun og þá til frambúðar og eins hvort frekari úttekt sé í vændum til að draga úr hraða við Háteigsskóla.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. 

Fundi slitið klukkan 18:57

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2809.pdf