Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 2

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2019, miðvikudagurinn 18. desember, var haldinn 2. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var opinn, haldinn í samfélagshúsi að Bólstaðarhlíð 43 og hófst kl. 17.04. Fundinn sátu Margrét Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega, Rúnar Sigurjónsson, Ragnhildur Zoega, Kristín Vala Erlendsdóttir og Jón H. Magnússon. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson. 

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf um val á slembivöldum fulltrúum í íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Aðalfulltrúi er Jón H. Magnússon og varmaður er Kristján Örn Kjartansson.
  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða býður Jón og Kristján velkomna til starfa.

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um kosningu varaformanns.
  Frestað.

 3. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins.
  Listi lagður fram og samþykktur.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. ágúst, um að á fundi mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð þann 22. ágúst, sbr. 12. lið fundargerðar ráðsins, var drögum að breytingum á úthlutunarreglum hverfissjóðs, vísað til umsagnar íbúaráða.

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi umsögn:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Íbúaráð lýsir yfir ánægju með breytingar á úthlutunarreglum. Það er jákvætt að það sé sérstaklega nefnt að styrkirnir eigi að stuðla að þátttöku fjölbreyttra hópa í hverfinu. Íbúaráðið mun leggja sig sérstaklega fram um að auglýsa styrki víða og óskar eftir því að upplýsingar um styrki séu á ólíkum tungumálum og á auðlesnu máli sbr. 13. kafla Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða. leggur til að það sé sett inn í úthlutunarreglur að viðkomandi íbúaráð fari yfir greinagerðir frá styrkþegum þegar verkefni hafa verið framkvæmd. Íbúaráðið óskar eftir að 10. greinin verði sérstaklega skoðuð með tilliti til þess að allir samstarfsaðilar um verkefni geti haft umsjón með styrkfé þ.á.m. stofnanir Reykjavíkurborgar séu þau samstarfsaðilar að verkefni. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða gerir einnig athugasemd við það að ekki megi greiða laun með styrkfé. Oft er um að ræða verkefni þar sem verið er að fá fagfólk, listafólk etc. til þess að leiða eða koma að verkefnum í hverfunum og þá er mikilvægt að geta greitt fólki fyrir vinnu sína vegna afmarkaðra tímabundinna verkefna.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram svar Frú Ragnheiðar dags. 3. desember 2019, við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða , sbr. 15 lið fundargerðar ráðsins þann 26. nóvember 2019.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram svar velferðarsviðs dags. 4. desember 2019, við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, sbr. 16. lið fundargerðar ráðsins þann 26. nóvember 2019.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags 21. nóvember 2019 um auglýsingu vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 6-10A við Vesturgötu.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. desember 2019 um auglýsingu vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi til norðurs, Bolholti til austurs, Skipholti til suðurs og Laugavegi 174 og Skipholti 31 til vesturs.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags 12. desember 2019 um auglýsingu vegna tillagna að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur, Reykjavíkurflugvallar og Ingólfsstræti 1.

  Fylgigögn

 10. Lögð fram auglýsing af vef Reykjavíkurborgar um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Hlemmur.

  Fylgigögn

 11. Lögð fram auglýsing af vef Reykjavíkurborgar um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Snorrabraut - Hlemmur. Götureiturinn afmarkast af Hverfisgötu, Hlemm, Laugavegi og Snorrabraut.

  Fylgigögn

 12. Fram fer umræða um málefni Miðborgar og Hlíða.

 13. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
  Samþykkt að veita Íbúasamtökum Reykjavíkur styrk að upphæð kr.750.000,- vegna verkefnisins Heil brú.
  Samþykkt að veita Slagtogi styrk að upphæð kr. 255.000- vegna verkefnisins feminískt bókasafn og leshringur.
  Samþykkt að veita verkefninu samsöngur í félagsmiðstöðinni Bólstaðarhlíð 43 styrk að upphæð kr. 110.000,-.
  Samþykkt að veita verkefninu Myndlist fyrir eldri borgara styrk að upphæð kr. 150.000,-.
  Samþykkt að veita verkefninu Qi-gong í samfélagshúsinu Bólstaðarhlíð um kr. 250.000,-.
  Samþykkt að veita verkefninu Saungfélagið í Bólstaðarhlíð – kór fyrir alla, styrk að upphæð kr. 150.000,-.
  Öðrum umsóknum hafnað.

  -    18.20. Ragnhildur Zoega víkur af fundi. 
  -    18.25. Ragnhildur Zoega tekur sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 14. Lagðar fram til umsagnar styrkumsóknir í forvarnarsjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
  Ráðið er jákvætt fyrir því að veita verkefninu Ekkisens styrk fyrir viðburðum sem tengjast lýðheilsu, allt að upphæð 50.000. 
  Í ljósi aðstæðna er ráðið jákvætt fyrir því að verkefnið Kátt á Klambra fái styrk að upphæð kr. 476.000,- til að endurtaka verkefnið árið 2020. 
  Ráðið er jákvætt fyrir því að veita samtökunum Andrými styrk allt að upphæð kr. 406.000,- vegna félagsrýmis. Styrkur verði veittur vegna garðyrkjuverkefnis, framköllunarherbergis, verkstæðis, fjölskyldusunnudagana, prentherbergið, miðvikudagseldhúsin og opið hús.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:28

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_18.12.2019.pdf