Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2021, þriðjudagur 25. maí, var haldinn 17. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Fundinn sátu Margrét Norðdahl og Jón Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson, Sigfús Ómar Höskuldsson og Hanna Björk Valsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. maí 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf eignaskrifstofu dags. 23. apríl 2021 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt að fela formanni og fulltrúa íbúasamtaka að fullvinna tillögur, bera undir ráðið og skila til eignaskrifstofu hið fyrsta.- 17.12 Pawel Bartoszek tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði í stað Diljár Ámundadóttur Zoega.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga að umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 25. maí 2021 um drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillagna að staðsetningu kjarnastöðva.
Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, fulltrúa Viðreisnar, fulltrúa íbúasamtaka, fulltrúa foreldrafélaga og fulltrúa slembivalinna. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks greiðir atkvæði gegn tillögu að umsögn.Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks greiðir ekki atkvæði með þeirri umsögn sem lögð er fram af formanni ráðsins. Heldur leggur fram umsögn í eigin nafni, sem byggir á þeim meginatriðum sem fram koma í umsögn íbúaráðsins. Í umsögn minni er þó lagt til að gengið verði lengra í vistvænum almenningssamgöngum heldur en tillaga um Borgarlínu byggir á. Gerð er athugasemd við það vinnulag að ekki megi leggja fram aðrar umsagnir en þær sem fá brautargengi meirihluta ráðsins. Slíkt er ekki í þeim anda íbúalýðræðis sem störf íbúaráða er ætlað að endurspegla.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf formanns íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 7. maí 2021 vegna vegna ljósastýrðrar gönguþverunar yfir Lönguhlíð við Blönduhlíð.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 5. maí 2021 vegna málefna Haðarstígs.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Þverholt 13.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að verða við beiðni foreldrafélags Hlíðaskóla um að fresta verkefninu Vorhátíð Hlíðaskóla og nágrennis.
Afgreiðslu annarra umsókna frestað.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021-hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður
Afgreiðslu umsókna frestað.
- 18.56 Pawel Bartoszek víkur af fundi.
Fylgigögn
-
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir upplýsingum um hvernig eigi að bæta brunavarnir og aðkomu bráðaaðila að húsum við Haðarstíg og hvenær standi til að fara í það að laga þau atriði sem íbúar benda á í erindi sínu. Óskað er upplýsinga um hvort erindum varðandi málið hefur verið svarað af hlutaðeigandi aðilum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundi slitið klukkan 19:33
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2505.pdf