Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 15

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2021, þriðjudagur 27. apríl, var haldinn 15. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Fundinn sátu Margrét Norðdahl og Jón Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson, Sigfús Ómar Höskuldsson og Hanna Björk Valsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson og Sigþrúður Erla Arnardóttir sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf eignaskrifstofu dags. 23. apríl 2021 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt að fela formanni að afla frekari upplýsinga um einstaka liði í fjárfestingaráætlun ásamt því að leiða tillögugerð ráðsins og skila fyrir tilskilinn frest. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um styrkjapottinn Borgin okkar 2021 – hverfin.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. mars 2021 vegna ljósastýrðra gönguþverana yfir Lönguhlíð við Blönduhlíð. 

    Samþykkt að óska eftir fundi með skrifstofu samgöngustjóra til að koma á viðhorfum íbúa á framfæri. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. apríl 2021 vegna auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveg 168-176.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Eins og kom fram í umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um aðalskipulagsbreytingar í haust eru 8 hæðir er of mikil hæð til að leyfa við Laugaveg. Talað er um 5 – 8 hæðir á þar, ráðið telur að 8 hæðir séu of hátt og vill að möguleg hámarkshæð bygginga verði lækkuð. Mikill munur er á þessari hæð við Suðurlandsbraut þar sem ekki er íbúðabyggð og við Laugaveginn sem tekur við af Suðurlandsbraut og er inni í íbúðahverfi í Hlíðum.  Nauðsynlegt er að hámarkshæð bygginga taki mið af nálægum byggingum og styðji þannig að því að varðveita götumynd og svip hverfanna. Óráðlegt er að víkja frá núverandi hámarkshæð bygginga.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um tillögu um staðsetningu hjólabrauta m.a. á Klambratúni. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hjólabrautir hafa verið til umræðu í stýrihópi um mótun Hjólreiðaáætlunar 2021-2025 og verið er að skoða 5 staðsetningar í borginni. Íbúar í miðborg og hlíðum Reykjavík hafa sýnt mikinn áhuga á að fá hjólabraut í hverfin en hún myndi nýtast börnum í hverfinu vel. Undir það taka bæði íbúasamtök í miðborg og hlíðum.  Það er vöntun á ,,leik tilboðum'' fyrir aldurinn sem er vaxinn uppúr hefðbundnum ,,rólóum'' í hverfinu og er ekki í boltasporti, Það er mikill áhugi á hjólreiðum og hjólabraut yrði mikilvæg og góð viðbót. Við óskum eftir að það komi hjólabraut í hverfi 105. Klambratún er vinsælt útivistar og dvalarsvæði í borginni, á gamla malarvellinum er kominn klifurklettur, þar er fyrirhugað svæði fyrir hjólabretti og þetta yrði góð viðbót við það. Mikilvægt er að hjólabrautin vinni vel með öðru sem er fyrirhugað á svæðinu.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs dags. 15. apríl 2021 vegna bókunar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um íþrótta- og tómstundamál í borgarhlutanum. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið þakkar fyrir svarið og óskar eftir því að vera upplýst um það sem skoðun leiðir í ljós. Það væri gott ef að ÍTR gæti verið í samráði við Þjónustumiðstöð, félagsmiðstöðvarnar og börnin í hverfinu varðandi þessa vinnu og fá fram álit þeirra. Við í íbúaráðinu bjóðum fram okkar aðstoð í þessa vinnu.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. mars 2021 og svar skóla- og frístundasviðs dags 6. apríl 2021, við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um aðgengismál í Austurbæjarskóla, sbr. 18. liður fundargerðar 23. mars. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráðinu finnst það miður að ekki sé hægt að gera hverfisskólann að fullu aðgengilegan fyrir öll börn og allt fólk. Stefna um skóla án aðgreiningar er opinber stefna stjórnvalda. Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008  þá eiga nemendur rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis eins og segir þar. Íbúaráðið óskar eftir því að allt sé gert til þess að bæta aðgengi inn í og um skólann og óskar eftir því að vera upplýst ítarlega um ástæður þess af hverju það er ekki hægt. Það er ábyrgð samfélagsins að greiða leiðir fyrir fólk óháð líkamlegu atgervi.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Bryndísi Christensen styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna verkefnisins Að vekja leirofn af værum blundi – taka tvö.

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Grandaskóla styrk að upphæð kr. 600.000-, vegna verkefnisins Fróðir foreldrar. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Hlíðaskóla styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins Vorhátíð Hlíðaskóla og nágrennis. 

    Fylgigögn

  10. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020-hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Umsókn hafnað. 

  11. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi 

    torg í Miðborginni og þá sérstaklega varðandi Baldurstorg. Mikil umræða hefur verið um Baldurstorg meðal íbúa og íbúðaráðið kallar eftir upplýsingum um hvar málið er statt? 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs

  12. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi húsnæði Skóla- og frístundasviðs í hverfunum með hliðsjón af breyttri íbúasamsetningu og fjölgun barna. Sömuleiðis hvort og þá hvaða áætlanir liggja fyrir um framkvæmdir við nýja starfsstaði eða starfsaðstæður fyrir SFS í hverfunum.

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

Fundi slitið klukkan 19:26

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2704.pdf