Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 12

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2021, þriðjudagur 23. febrúar, var haldinn 12. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.02. Fundinn sátu Margrét Norðdahl, Hanna Björk Valsdóttir og Jón Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson og Sigfús Ómar Höskuldsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði. 

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

  Fylgigögn

 2. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í hverfinu í íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Hanna Björk Valsdóttir tekur sæti aðalmanns í íbúaráði Miðborgar og Hlíða fyrir hönd foreldrafélaga í hverfinu í stað Kristínar Völu Erlendsdóttur. Lena Viderö tekur sæti varamanns í íbúaráði Miðborgar og Hlíða fyrir hönd foreldrafélaga í stað Margrétar Rannveigar Halldórsdóttur.

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Kristínu Völu Erlendsdóttur er þakkað fyrir samstarfið í ráðinu um leið og Hanna Björk er boðin velkomin.

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á Velkominn í hverfið, verkefni um móttöku fjölskyldna af erlendum uppruna í Miðborg og Hlíðum. 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fyrir kynningu á þessu mikilvæga verkefni. Íbúaráðið í samstarfi við íbúasamtök og foreldrafélög óska eftir samstarfi við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar, Hlíða og Vesturbæjar við að útfæra vinafjölskyldu verkefni í Miðborg og Hlíðum.

  Sigríður Arndís Jóhannsdóttur  og Jóna Ástudóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 16 febrúar 2021, um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. 
  Samþykkt

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um öryggi vegfarenda við Lönguhlíð norðanmegin Miklubrautar.

 6. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, ódags, um úrbætur í umferðaröryggismálum í Eskihlíð.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram fram bréf samgöngustjóra, dags. 9. febrúar 2021 - ósk um umsögn um drög að nýjum reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík.
  Formanni falið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.

  Fylgigögn

 8. Lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra um erindi íbúa í hverfinu dags. 9. febrúar 2021, um afnám bílastæðagjaldsvæðis á svæði A-J.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. janúar 2021, við bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða sbr. 9. liður fundargerðar 26. janúar 2021

  Fylgigögn

 10. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

 11. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 17. febrúar 2021 um vorhreingerningu í hverfinu. 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakka fyrir erindið og tekur undir með bréfritara með að gott væri að setja af stað hreinsunarverkefni í vor þar sem íbúar og borgin gætu sameinað krafta sína til að hreinsa til í sínu nærumhverfi. Verkefnið gæti falist í frágangi á garðaúrgangi og rusli sem kann að hafa fokið, ásamt öðru.

  Fylgigögn

 12. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður. 
  a) Ása Valgerður Sigurðardóttir/Saungfélagið í Bólstaðarhlíð – Kór fyrir alla!
  b) Gylfi Gunnarsson/Samsöngur eldri borgara.
  c) Albert Ingason/Virkjum aldraða til starfa. 

 13. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður. 
  Umsókn hafnað.

  Fylgigögn

 14. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Íbúar í Hlíðum hafa bent ítrekað á að auka þurfi öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við Lönguhlíð norðan megin Miklubrautar. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir upplýsingum um hvaða aðgerðir USK telur að grípa ætti til til þess að auka öryggi gangandi og hjólandi við götuna  og draga úr hraðri umferð og hvort að það liggi fyrir aðgerðir og tímaáætlun fyrir framkvæmdir.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

 15. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Íbúar við Eskihlíð hafa kallað eftir upplýsingum um frágang á götumerkingum, lýsingu og aðgengi um gangbrautir. Eins er frágangur við enda Eskihlíðar ófrágenginn og aðgengi þar fyrir börn á leið í frístundastarfa (Hlíðarendi) ómarkviss. Óskað er eftir því að fá upplýsingar um stöðu mála við Eskihlíð og hvort frekari frágangur sé á döfinni. Eins er óskað upplýsinga um hvort aðgerðir séu á döfinni með bílastæði og stöðu bifreiða við Eskihlíð.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. 

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2302.pdf