Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 11

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2021, þriðjudagur 26. janúar, var haldinn 11. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var opinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.05. Fundinn sátu Margrét Norðdahl, Sigfús Ómar Höskuldsson og Jón Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson, Kristín Vala Erlendsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og þau Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í borgarhlutanum í íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Sigfús Ómar Höskuldsson tekur sæti aðalmanns í íbúaráði Miðborgar og Hlíða fyrir hönd í íbúasamtaka í hverfinu í stað Benónýs Ægissonar. 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fráfarandi fulltrúa Benóný Ægissyni formanni Íbúasamtaka miðborgar fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í öllum sínum störfum. Íbúaráð Miðborga og Hlíða býður Sigfús velkominn í ráðið og hlakkar til samstarfsins.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. janúar 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar á að Ólafur Örn Ólafsson taki sæti varamanns í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í stað Sigfúsar Ómars Höskuldssonar. 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða býður Ólaf velkominn

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á starfi ungmennaráðs Miðborgar, Hlíða og Vesturbæjar.

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar Ungmennaráði fyrir komuna og fræðslu um störf ráðsins. Íbúaráð óskar eftir áframhaldandi samstarfi og að ráðið fundi ekki sjaldnar en 2x á ári með Ungmennaráðinu. Formanni er falið að fylgja því eftir. Þá er ungmennaráðið hvatt til að vera í sambandi við íbúaráð Miðborgar og Hlíða varðandi mál sem þau vilja koma á framfæri.

  Brynjar Bragi Einarsson, Hafsteinn Bjarnason og Brynja Helgadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

 4. Fram fer umræða um bréf ungmennaráðs Miðborgar, Hlíða og Vesturbæjar um stuðning borgaryfirvalda við starfsemi rafíþróttadeilda íþróttafélaga.  

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur undir með ungmennaráði og hvetur borgaryfirvöld til þess að auka stuðning við rafíþróttir í borginni og stuðla að uppbyggingu faglegs starfs rafíþrótta. Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi skiptir miklu máli fyrir líðan barna og ungmenna og mikilvægt er að í boði sé fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni með ólík áhugasvið og hæfileika þ.á.m. á sviði rafíþrótta.

  Brynjar Bragi Einarsson, Hafsteinn Bjarnason og Brynja Helgadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 5. Fram fer kynning á starfsemi Frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Þakkað er fyrir kynninguna og þess óskað að ráðið fundi með fulltrúum Tjarnarinnar einu sinni á önn. 

  Guðrún Kaldal tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 19. janúar 2020, ósk um umsögn um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. 
  Samþykkt að fela formanni að kanna málið nánar í samráði við ráðið og skila umsögn fyrir 16. febrúar.

  Fylgigögn

 7. Fram fer umræða um leiksvæði barna og algilda hönnun.

 8. Lagt fram framhaldserindi íbúa í hverfinu dags. 16. desember 2020 um gjaldsvæði bílastæða í miðborg merkt A-J. 
  Vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. desember 2020, við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um samráð eftirlitsaðila og leyfisveitenda vegna ónæðis tengdu næturlífi í borginni, sbr. 13. lið fundargerðar ráðsins frá 9. desember 2020.

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar þess að vera upplýst um afrakstur þeirrar vinnu sem er framundan við endurskoðun hávaðareglugerðar.

  Fylgigögn

 10. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

 11. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður. 
  a) Íbúasamtök Miðborgar – tveir styrkir. 
  b) Slagtog – Femínískt bókasafn
  c)  Foreldrafélag Hlíðaskóla – Fræðsla um góð samskipti og kynfræðslu í 5.,7. og 9. bekk.
  d)  Margrét Zophaníasdóttir – Myndlist eldri borgara

 12. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður. 
  Umsókn hafnað.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:08

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2601.pdf