Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 10

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2020, miðvikudagurinn 9. desember, var haldinn 10. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var opinn haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Margrét Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson, Benóný Ægisson, Kristín Vala Erlendsdóttir og Jón Magnússon. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á upplýsingabæklingum þjónustumiðstöðvar fyrir íbúa Miðborgar og Hlíða. 

    -    Kl. 17:26 tekur Sigþrúður Erla Arnardóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 
    -    Kl.  17.36 víkur Hörður Heiðar Guðbjörnsson af fundi. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 25. nóvember 2020 um áskorun um afnám bílastæðagjaldsvæðis á svæði A til J.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn fulltrúa Sjálfstæðisflokks og fulltrúa foreldrafélaga dags. 30. nóvember 2020  um drög að breytingum á Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 með viðauka til 2040.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn fulltrúa Samfylkingar, fulltrúa Viðreisnar, fulltrúa íbúasamtaka og fulltrúa slembivalinna, dags. 1. desember 2020 um drög að breytingum á Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 með viðauka til 2040.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. nóvember 2020 vegna lýsingar að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu, lóð forsætisráðuneytisins og stjórnarráðshússins, vegna áforma um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið fyrir starfsemi forsætisráðuneytisins

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis – og skipulagssviðs dags. 1. desember 2020, vegna auglýsingar um tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Kvosin, Landsímareitur.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. nóvember 2020 um framlengingu tilraunaverkefnis um ný íbúaráð, ásamt fylgiskjölum.

    Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þann 21. september 2019 sendu formenn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur og Íbúasamtaka 3. hverfis (Hlíða, Holta og Norðurmýrar) bréf til formanns Mannréttinda,- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Dóru Bjartar Guðjónsdóttur þar sem því var mótmælt að hverfisskipan hverfisráðanna yrði breytt en hverfin höfðu áður hvort sitt hverfisráð en áttu nú að deila íbúaráði. Einnig mótmælti fulltrúi íbúasamtaka í Íbúaráðinu þessu fyrirkomulagi með bókun á fundi Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða þann 28. febrúar 2020. Í bréfi sínu lýstu formennirnir þeirri skoðun sinni að hverfin væru of ólík og hagsmunir íbúa hverfanna svo mismunandi að það gæti heft starf íbúaráðsins og er það upplifun mín eftir að hafa starfað rúmt ár í ráðinu. Að auki er alls ekki tryggt að jafnræði sé á milli hverfa þegar fulltrúar eru skipaðir og skora ég því á stýrihóp íbúaráðanna að endurskoða þetta fyrirkomulag og breyta því til þess horfs að bæði hverfin fái sitt íbúaráð. 

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  9. Lagðar fram greinargerðir styrkþega vegna Hverfissjóðs. Þessi liður fundarins var lokaður. 
    a) Skátasamband Íslands – Hoppandi fjör við sundlaugar.  

  10. Lagðar fram greinargerðir styrkþega vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður. 
    a) Elvar Örn Hjaltason - Miðbæjarskák
    b) Auður Bergdís Snorradóttir – Sumar Yoga í Miðborg og Hlíðum
    c)  Tereza Obsivacova - Traces of Spaces
    d)  Móeiður Hlíf Geirlaugsdóttir - Pop Up, fornbókamarkaður
    e) Arnar Eggert Thoroddsen – Tónlistarganga um 105 Reykjavík

  11. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður
    Umsókn hafnað. 

  12. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Á 3. fundi Íbúaráðs 28. janúar 2020 fór fram umræða um götulýsingu og sendi ráðið fyrirspurn og ósk til Umhverfis og skipulagssviðs um að lýsing yrði bætt á völdum stöðum í miðborginni og í Hlíðum. Svar umhverfis- og skipulagssviðs var lagt fram 28. maí 2020 og lagði Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þá fram svohljóðandi bókun: Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fyrir svarið og óskar eftir að vera upplýst um þær aðgerðir sem farið verður í til að bæta lýsingu í hverfunum. Svar við þessari bókun hef enn ekki borist og vill íbúaráð Miðborgar og Hlíða því ítreka hana.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs

  13. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Á 3. fundi Íbúaráðs 28. janúar 2020 fór fram umræða um ónæði vegna næturlífs í miðborginni og í framhaldi var send fyrirspurn til USK og Heilbrigðiseftirlits um samstarf eftirlitsaðila, heilbrigðiseftirlits og lögreglu og upplýsingamiðlun til leyfisveitenda, Borgarráðs og sýslumanns. Svar barst frá heilbrigðiseftirliti 26. maí og voru þá fleiri spurningar sendar. Einnig var lagt fram erindi fulltrúa íbúasamtaka í íbúaráðinu um svar Heilbrigðiseftirlits Reykjarvíkur og samþykkt að vísa erindinu til umhverfis- og heilbrigðisráðs. Á fund nr. 7 þann 22. september barst svar frá Heilbrigðiseftirliti og af því er ljóst að samráð eftirlitsaðila og leyfisveitenda er sáralítið og leggur Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þá fram svohljóðandi bókun: Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir því að mótað verði formlegt samráð milli eftirlitsaðila og leyfisveitenda  og að allt verklag leyfisveitinga og eftirlits verði gert skýrara en nú er. Stöðugur hávaði um nætur sem nágrannar ýmissa kráa og skemmtistaða þurfa að búa við er heilsuspillandi og því um mikilvægt lýðheilsumál að ræða. Vísbendingar eru um að íbúum hafi fækkað í húsnæði sem er nálægt næturlífinu og nauðsynlegt er að þessi mál verði tekinn fastari tökum ef íbúðabyggð í miðbænum á að þrífast. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir upplýsingum um hvort einhver vinna hefur farið fram til að bæta þetta verklag.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs

Fundi slitið klukkan 18:52

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_0912.pdf