Íbúaráð Laugardals - Íbúaráð Laugardals mánudaginn 02. desember 2024 nr. 52

Íbúaráð Laugardals

Ár 2024, mánudagurinn, 9. desember 2024, var haldinn 52. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Birna Hafstein, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir, Stefanía Fanney Björgvinsdóttir og Þorleifur Örn Gunnarsson. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram ábendingar íbúaráðs Laugardals. dags. 2 desember 2024 vegna umferðaröryggismála í Laugardal til skrifstofu samgöngustjóra. MSS22100009
    Samþykkt að bæta við ábendingum vegna gönguþverana á gönguleiðum barna til og frá Laugarnesskóla og senda á skrifstofu samgöngustjóra. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Laugardals, dags. 9. desember 2024. Einnig lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 14. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef. USK24100368
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
    Frestað. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 30. október 2024, Fossvogsbakkar - Háubakkar - Laugarás - Stjórnar og verndaráætlun. MSS24110130

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um framtíðarskipan skólastarfs í Laugardal. SFS24050075

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Rætt var um ákvörðun skóla- og frístundaráðs um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugardal. Gögn þess fundar liggja ekki fyrir. Íbúaráð Laugardals hyggst fjalla um málið út frá þeim gögnum á næsta fundi sínum í janúar. 

  6. Fram fer umræða um aðgengi að leikskólanum Sunnuáss. MSS24120053

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú í hálkunni bar á að það vantaði handrið við stigann sem liggur að leikskólanum Sunnuás, inn á lóðinni og hætt var við slysum. Íbúaráð Laugardals bendir á nauðsyn þess að koma upp handriði beggja vegna stígsins til að koma í veg fyrir slys á fólki. Starfsfólk Sunnuás þekkir vel til.

Fundi slitið kl. 18:02

Atli Stefán Yngvason Þorleifur Örn Gunnarsson

Birna Hafstein Lilja Sigrún Jónsdóttir

Stefanía Fanney Björgvinsdóttir Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals 9. desember 2024