Íbúaráð Laugardals
Ár 2020, mánudaginn 14. september, var haldinn 9. fundur Íbúaráð Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur (Tjarnarbúð) og hófst klukkan 13:09. Viðstödd voru Kristín Elfa Guðnadóttir, María Gestsdóttir, Katrín Atladóttir, Ásbjörn Ólafsson, Ísak Andri Ólafsson. Fundarritari: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. september 2020, þar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 1. september s.l., að Kristín Soffía Jónsdóttir taki sæti í íbúaráði Laugardals í stað Sabine Leskopf. R19090039
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 14. september 2020, um breytingar á reglum um úthlutun hverfissjóðs Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitis og samstarfi við íbúaráð Laugardals.
Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Laugardals þakkar fyrir góða kynningu á starfsemi Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og hlakkar til áframhaldandi góðs samstarfs við miðstöðina.
Unnur Halldórsdóttir tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á skýrslu um þjónustu stofnana í hverfinu við innflytjendur og flóttafólk.
Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Laugardals þakkar fyrir áhugaverða kynningu á rannsókn sumarstarfsfólks á vegum Reykjavíkurborgar á þjónustu í borgarhlutanum við innflytjendur og flóttafólk og þær frábæru hugmyndir og vinnu sem spratt upp úr verkefninu.
Dmitriv Shamkuts tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. september 2020, með beiðni um umsögn íbúaráðs Laugardals vegna hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar.
Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Laugardals fagnar tillögu um hámarkshraðaáætlun í Laugardal og mun veita umsögn fyrir 14. október eftir að hafa ráðfært sig við íbúa.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ódags. við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals um yfirgefna bíla við Laugardalsvöll, sbr. 11. lið fundargerðar ráðsins frá 8. júní 2020.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. júní 2020, við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals um gáma við Ármannsheimilið, sbr. 15. lið fundargerðar ráðsins frá 11. maí 2020.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. júlí 2020, við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals um ákvarðanir og áætlanir tengdum Laugarnestanga, sbr. 11. lið fundargerðar ráðsins frá 8. júní 2020.
Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Laugardals óskar eftir íbúafjarfundi með Reykjavíkurborg nú á haustmánuðum um a) landfyllingu í Laugarnesi og b) starfsemi Vöku á svæðinu.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Fram fer umræða um aðstöðu fyrir innanhússíþróttir.
Lögð fram svohljóðandi spurning frá íbúa í streymi:
Er eitthvað að frétta af eilífðarmálinu sem er aðstaða fyrir innanhúsíþróttir fyrir íbúa Laugardals og aðliggjandi hverfa?
Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Laugardals þakkar Sigurði Þórðarsyni góða fyrirspurn um stöðu innanhússíþrótta í borgarhlutanum. Ný forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík var samþykkt í borgarráði 3. september. Þar var nýtt íþróttahús í Laugardal í 2. sæti. Íbúaráðið mun fylgja málinu eftir.
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins er lokaður.
Öllum styrkumsóknum er hafnað.
María Gestsdóttir víkur af fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fulltrúi Pírata leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Pírata í íbúaráði Laugardals óskar eftir upplýsingum um hvert íbúar eigi að snúa sér á meðan beðið er gáma við Langholtsveg/Holtaveg og hvenær vænta megi gámanna.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundi slitið klukkan 19:28