Íbúaráð Laugardals
Ár 2020, mánudaginn, 29. júní 2020, var haldinn 8. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn á Tjarnargötu 12 (Eldstöð) og hófst kl. 12:02. Fundinn sat Kristín Elfa Guðnadóttir, Rannveig Ernudóttir. Katrín Atladóttir, Ásbjörn Ólafsson og Ísak Andri Ólafsson Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: María Gestsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Laugardals að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar.
Íbúaráð Laugardals leggur fram ábendingar vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavikurborgar.Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Laugardals styrk að upphæð kr.500.000,- vegna verkefnisins Laugargarður – samfélagsgarður.
Samþykkt að veita Dans Brynju Péturs styrk að upphæð kr.130.000,- vegna verkefnisins Dansandi sumar í Reykjavík.
Samþykkt að veita Æskusirkusinn/Hringleikur – sirkuslistafélag styrk að upphæð kr.378.000,- vegna verkefnisins Sirkussmiðjur í Reykjavík.
Samþykkt að veita verkefninu Laugardags Laugardals Yoga styrk að upphæð kr.150.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu SumarYoga PopUP styrk að upphæð kr.80.000,-.
Samþykkt að veita Laugarneskirkju styrk að upphæð kr.300.000,- vegna verkefnisins Samfélagsgarður við Laugarneskirkju.
Samþykkt að veita verkefninu Rathlaupafélaginu Heklu styrk að upphæð kr.475.000,- vegna verkefnisins Rathlaupabraut í Laugardalnum.
Samþykkt að veita verkefninu Pizzapartý í Laugarnesinu styrk að upphæð kr.350.000,-.
Samþykkt að veita Laugarneskirkju styrk að upphæð kr.200.000,- vegna verkefnisins Körfubolti gegn rasisma.
Samþykkt að veita verkefninu Glóandi glaðningur styrk að upphæð kr.250.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Dóra er Judy styrk að upphæð kr.150.000,-.
Samþykkt að veita Íslenska Myndasögufélaginu styrk að upphæð kr.350.000,- vegna verkefnisins Ratleikur ÍMS.
Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr.125.000,- vegna verkefnisins Hoppandi fjör við sundlaugar í Reykjavík.- 12.11 María Gestsdóttir víkur af fundi.
- 12.40 Rannveig Ernudóttir víkur af fundi.
- 12.24 Rannveig Ernudóttir tekur sæti á fundi.Öðrum umsóknum hafnað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:53
PDF útgáfa fundargerðar
iburad_laugardals_2906.pdf