Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 7

Íbúaráð Laugardals

Ár 2020, mánudaginn 8. júní, var haldinn 7. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var opinn, haldinn í Pálsstofu, Laugardalslaug og hófst kl. 17.01. Fundinn sátu Kristín Elfa Guðnadóttir, Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir María Gestsdóttir, Ásbjörn Ólafsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. Aðrir gestir voru fimm. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. júní 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á Hverfið mitt og samþykktum tillögum í hverfinu 2019. 

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 4. maí 2020 um græn svæði, göngustíga og útivistarkosti í túnunum.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Laugardals að fjárfestingar- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025.

  5. Fram fer umræða um nágrannavörslu í hverfinu.

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  7. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. júní 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals um grenndargáma, sbr. 15. lið fundargerðar 11. maí 2020.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní 2020 þar sem drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur eru kynnt, í tillögunni er skerpt á heimildum er varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins, m.a. er varða húsnæðislausnir fyrir heimilislausa. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Laugardals hvetur þau sem hafa athugasemdir við skipulagsbreytinguna að senda þær inn fyrir 24. júní.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagssviði dags. 3. júní 2020 þar sem drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur eru kynnt, áformaðar breytingar fela í sér lítilsháttar breytingar á hafnargarði við smábátahöfn Snarfara. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Laugardals hvetur þau sem hafa athugasemdir við skipulagsbreytinguna að senda þær inn fyrir 24. júní.

    Fylgigögn

  10. Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Beðið er um upplýsingar um gáma sem legið hafa við Ármannsheimilið. 

    • Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Beðið er um upplýsingar um bílflök sem standa á horni Engjavegar og Reykjavegar.

    • Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 
      Hvaða ákvarðanir hafa verið teknar eða eru í bígerð um Laugarnestangann og hvernig hefur samráði verið háttað og hvernig verður því háttað?

    Fundi slitið klukkan 19:00

    Sabine Leskopf

    PDF útgáfa fundargerðar
    iburad_laugardals_0806.pdf