Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 6

Íbúaráð Laugardals

Ár 2020, mánudaginn, 11. maí 2020, var haldinn 6. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 17:02. Fundinn sat Kristín Elfa Guðnadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir, María Gestsdóttir, Ásbjörn Ólafsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigtryggur Jónsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fram fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. mars 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Breiðholts um aðgang að lokaskýrslum vegna styrkja úr hverfissjóði.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi á svæði milli Kleppsmýrarvegs og Knarrarvogs.

  4. Lögð fram kynning frá umhverfis- og skipulagssviði dags. 30 apríl 2020 á endurbótum á Laugalæk.

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Laugardals fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum við Laugalæk. Vel að verki staðið!

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um grenndargáma í hverfinu.

  6. Fram fer umræða um smáhýsi sem tímabundið búsetuúrræði í hverfinu. 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Laugardals leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ofangreindir fulltrúar styðja tilkomu smáhúsa í borgarhlutann og lýsa einnig yfir stuðningi við hugmyndafræðina sem kallast á ensku "Housing first". Um leið vekja fulltrúarnir athygli á því sjónarmiði Íbúasamtaka Laugardals, íþróttafélaga í borgarhlutanum og ýmissa íbúa að ekki skuli setja niður íbúabyggð á þessu einu helsta útivistarsvæði í Reykjavík. Einnig hafa komið fram spurningar um hvernig öryggi barna á leið í og úr íþróttum verði tryggt. Ofangreindir fulltrúar benda á að verði smáhúsum fundinn staður þar sem nú er fyrirhugað, verði sú staðsetning skilgreind í skamman og tiltekinn tíma á meðan leitað er að öðrum stöðum í borgarhlutanum. Þetta ferli verði sömuleiðis framkvæmt í samræðu við íbúa. Loks hvetja fulltrúarnir til samræðu borgaryfirvalda og nýrra jafnt og eldri íbúa um lausnir. Betur sjá augu en auga og auk þess er það í þágu íbúalýðræðis að við leysum í sameiningu þau verkefni sem fyrir liggja, í þessu tilviki brýnan húsnæðisvanda samferðafólks okkar.

    Fulltrúi íbúasamtaka í íbúaráði Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 segir að Laugardalur sé „einn af mikilvægustu borgargörðunum innan þéttbýlis“ (bls. 262). Einnig er það eitt af markmiðum skipulagsins að „tryggja borgarbúum fjölbreytt, aðlaðandi og aðgengileg opin svæði til framtíðar“ (bls. 91). Í breytingartillögunni sem hér er til umræðu er lagt til að ráðstafa 1850 m2 svæði undir íbúðir. Þar er fyrir ósjálegt malarbílastæði, sem sker í sundur opið grænt svæði. Íbúar hafa notað þetta græna svæði til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar og útiveru. Nær væri að hlúa betur að þessu opna græna svæði og gera það meira aðlaðandi. Einnig er tímabært að borgin móti stefnu og heildarskipulag fyrir Laugardalinn allan. Mikilvægt er að aðstoða heimilislausa með fjölþættan vanda og verkefni Reykjavíkurborgar um „húsnæði fyrst“ er þarft úrræði. Íbúasamtök Laugardals gera ekki athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra smáhýsa í Guðrúnartúni og við Kleppsmýrarveg, en hafna tillögu um breytt deiliskipulag í austurhluta Laugardals og standa með því vörð um dalinn sem útivistarsvæði Reykvíkinga allra.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í íbúaráði Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur undir bókun fulltrúa íbúasamtaka Laugardals.

  7. Fram fer umræða um málefni Sólheimasafns.

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar vegna skipulagslýsingar, skipulagsgerðar og umhverfismats Kringlusvæðisins.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram af vef Reykjavíkurborgar verkáætlun Reykjavíkurborgar ódags. yfir vorhreinsun á götum og gönguleiðum.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um sumarleyfi íbúaráðs Laugardals.

    Íbúaráð Laugardals fundar ekki í júlí en þó getur komið til aukafundar í lok júní vegna afgreiðslu umsókna tengdum Sumarborg 2020 – hverfin.

  11. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  12. Fram fer umræða um erindi íbúa um opin græn svæði í túnunum.

    Frestað.

  13. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 28. apríl 2020 sem samþykkt var í borgarráði sbr. 23. lið fundargerðar ráðsins 30. apríl 2020. Í tillögunni er íbúaráðum borgarinnar veittar 30 milljónir kr. til að úthluta til verkefna sem hafa það að markmiði að efla hverfisanda, mannlíf og menningu sumarið 2020.

    Fylgigögn

  14. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

  15. Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver er staðan á framkvæmdum vegna grenndargáma og þ.m.t. djúpgáma í borgarhlutanum? Liggur fyrir heildstæð áætlun er varðar þessi mál? Umgengni við grenndargáma hefur verið ábótavant og óskar íbúaráð eftir því að umhverfi þeirra verði fegrað, op gáma stækkuð og íbúar hvattir til að ganga betur um gámana.

  16. Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Sólheimasafn er í senn gríðarlega mikilvægur samkomustaður íbúa í aðliggjandi hverfum, sem og mikilvæg bygging í arkitektúrlegu og menningarsögulegu tilliti. Íbúaráð Laugardals spyr um eftirfarandi sem varðar stöðu safnsins og framtíð: 1) Er eitthvað á teikniborðinu hvað varðar safnið umfram þær viðgerðir sem nú eru í gangi? 2) Hefur eitthvað verið rætt um leiðir til að bæta aðstöðu starfsfólks? 3) Er fyrirhugað að útibú Borgarbókasafns rísi í hinni nýju Vogabyggð og ef svo, mun það hafa einhver áhrif á Sólheimasafn?

  17. Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Miklar framkvæmdir eru nú í Vogabyggð með tilheyrandi raski. Kemur til greina að útbúa bráðabirgðastíga fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem eiga leið um svæðið frá Holtagörðum að Knarrarvogi?

Fundi slitið klukkan 19:05

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
iburad_laugardals_1105.pdf