Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 5

Íbúaráð Laugardals

Ár 2020, mánudaginn 9. mars, var haldinn 5. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var opinn, haldinn í Pálsstofu, Laugardalslaug og hófst kl. 17.01. Fundinn sátu Kristín Elfa Guðnadóttir, Sabine Leskopf, María Gestsdóttir og Ásbjörn Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigtryggur Jónsson. Aðrir gestir voru 22.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á smáhýsum sem búsetuúrræði. 

    -    17.03 Ísak Andri Ólafsson tekur sæti á fundinum. 

    -    17.07 Einar Sörli Einarsson tekur sæti á fundinum. 

    Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Lögð fram auglýsing af vef Reykjavíkurborgar ódags. um tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík, Vogabyggð svæði 1, Kleppsmýrarvegur.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram auglýsing af vef Reykjavíkurborgar ódags. um tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík, Laugardalur – austurhluti.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um heilsueflandi hverfi og um reyklausan Laugardal. 

    Helga Margrét Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um affallshitun í ylrækt. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Laugardals hvetur borgaryfirvöld til að kanna möguleika á affallshitun til ylræktar í Laugardal. Tillaga að fyrstu skrefum gæti verið að nýta heitt affallsvatn frá Langholtsskóla til gróðurhúsaræktunar við matjurtagarðana fyrir neðan skólann. Með þessu mætti stórauka áhuga og þátttöku íbúa og vera í senn í þágu vistvænnar fæðuframleiðslu, aukinnar sjálfbærni, félagsauðs og íbúalýðræðis í borgarhlutanum. Einnig gæti þetta orðið til aukningar borgarbúskaps almennt, svo sem í fjölbýlishúsagörðum, og loks styður þetta við ýmsar stefnur, samþykktir og markmið borgarinnar svo sem matarstefnu Reykjavíkur.

  6. Fram fer umræða um hámarkshraða í hverfinu.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um skipulagsmál á Laugarnestanga. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð hefur fregnað af áhyggjum íbúa varðandi hugmyndir um uppbyggingu á Laugarnestanga. Svæðið er mikilvægt menningar- og útivistarsvæði og jafnframt felast í því verðmæti vegna sjónlínu sem nú þegar hefur verið skert með landfyllingu. Faxaflóahafnir og Veitur hafa lýst yfir áhuga á uppbyggingu á tanganum. Íbúaráð styður óskir íbúa um að vera hafðir með í ráðum áður en hugmyndir þessu að lútandi verða bundnar fastmælum, svo sem í deiliskipulagi. Íbúaráð skorar á borgaryfirvöld að fara ekki í neinar skuldbindingar vegna svæðisins nema að fengnu samráði við íbúa á öllum stigum málsins.

  8. Lagt fram bréf stýrihóps um innleiðingu íbúaráða dags. 18 febrúar um  tillögu Flokks fólksins um að íbúaráðin finni leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. mars 2020 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 4 við Skarfagarða.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  11. Lagt fram yfirlit umsókna í hverfissjóð frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. febrúar 2020. Þessi liður fundarins er lokaður.

  12. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita foreldrafélagi/kennarafélagi Laugarnesskóla styrk að upphæð kr. 285.000,- vegna verkefnisins Tíu ára í tjaldi. 

    Samþykkt að veita verkefninu Lækjarsöngur og gleði styrk að upphæð kr. 200.000,-.

    Samþykkt að veita Íbúaráði Dalbrautar 27 styrk að upphæð kr. 110.000,- vegna verkefnisins Tæknilæsi fullorðinna.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:05

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
iburad_laugardals_0903.pdf