Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 44

Íbúaráð Laugardals

Ár 2024, mánudagurinn, 11. mars, var haldinn 44. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Birna Hafstein, Grétar Már Axelsson, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir og Þorleifur Örn Gunnarsson. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir, Kristinn Jakob Reimarsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. MSS22080037

    Jón Arnór Stefánsson og Helgi Geirharðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 16.43 tekur Lilja Sigrún Jónsdóttir sæti á fundinum. 

    -    Kl. 17.25 víkur Birna Hafstein af fundi. 

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 4. mars 2024, um opnun fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS23030157 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  4. Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð Laugardals óskar eftir upplýsingum um brunaáætlanir fyrir borgarhlutann Laugardal og aðlæg hverfi. 1. Hver eru ferlin við uppfærslur brunaáætlana þegar breytingar verða á landnýtingu við þéttingu byggðar? 2.    Er aðlögunartími (brottflutningur fyrirtækja / breyting á landnotkun) of rúmur, skapast af honum hætta fyrir íbúa eða fyrirtæki. 3. Hafa brunaáætlanir verið uppfærðar fyrir Vogabyggð, Kirkjusand og önnur uppbyggingasvæði í hverfinu. MSS24030064

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. 
    Vísað til umsagnar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:10

Atli Stefán Yngvason Þorleifur Örn Gunnarsson

Lilja Sigrún Jónsdóttir Grétar Már Axelsson

Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals 11. mars 2024