Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 41

Íbúaráð Laugardals

Ár 2023, mánudagurinn, 11. desember, var haldinn 41. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Birna Hafstein, Grétar Már Axelsson, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir og Þorleifur Örn Gunnarsson. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 15. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir tilnefningu íbúaráðs Laugardals í samráðshóp vegna Sundabrautar ásamt fylgiskjali. MSS23100110
    Samþykkt að tilnefna Atla Stefán Yngvason í samráðshóp vegna Sundabrautar. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tilnefndur fulltrúi íbúaráðs í samráðshópi heldur sínu baklandi og öðrum fulltrúum upplýstum um framgang verkefnis.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. nóvember 2023, um verklagsreglur íbúaráða Reykjavíkurborgar. MSS22090031

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. nóvember 2023 með umsagnarbeiðni um stafræna stefnu. ÞON23010021 
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir 1. janúar nk.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um húsnæðis- og viðhaldsmál skóla- og leikskólabygginga í Laugardal. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í Laugardal er ástand skólahúsnæðis alvarlega ábótavant. Verulega hefur þrengt að starfsemi flestra skólanna á síðastliðnum áratug vegna nemendafjölgunar og hefur þörfinni til að stækka skólana ekki verið mætt. Rakaskemmdir plaga húsnæði skólanna og er húsnæði þeirra heilsuspillandi fyrir nemendur og starfsmenn. Sama gildir um suma leikskóla hverfisins. Enn er beðið skýrslu starfshóps borgarinnar um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi sem skila átti fyrir 1. júní þessa árs. Við hvetjum til þess að skýrsla starfshóps verði lögð fram í borgarráði hið fyrsta. Í kjölfarið þá kallar Íbúaráð Laugardals eftir fundi með fulltrúum eignasviðs borgarinnar, SFS og starfshópnum þar sem ítarlega verður fjallað um lausnir, forgangsröðun og tímalínu nauðsynlegra umbóta.
     

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Samþykkt að veita Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur styrk að upphæð kr. 307.000 vegna verkefnisins Almenningsgarður í túnunum, fyrir utan kostnaðarliði vegna málningar. 

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Þessi liður fundar er lokaður með vísan til 7. liðar samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:57

Atli Stefán Yngvason Þorleifur Örn Gunnarsson

Birna Hafstein Lilja Sigrún Jónsdóttir

Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals 11. desember 2023