Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 40

Íbúaráð Laugardals

Ár 2023, mánudagurinn, 13. nóvember, var haldinn 40. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Birna Hafstein, Grétar Már Axelsson, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir og Sabine Leskopf. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram að nýju bréf bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, ódags. um sameiningu strætóstöðvanna Austurbrún og Dragavegar, sbr. 4. liður fundargerðar ráðsins frá 9. október 2023. MSS23100070

    Fylgigögn

  2. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 11. október 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals um stöðu mála á Laugasól, sbr. 6. liður fundargerðar ráðsins frá 9. október 2023. MSS23100069

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. október 2023, um niðurstöður í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Laugardals, dags. 19. október 2023, um Sundabraut – aðalskipulagsbreyting og umhverfismat – verklýsing til kynningar. USK23090007

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Lögð fram greinargerð Íbúasamtaka Laugardals, 15. mars 2023, vegna verkefnisins Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals 2022. MSS22040019

  7. Lögð fram greinargerð Arnórs Kára Egilssonar, dags. 20. október 2023, vegna verkefnisins Utandyra náttúrusafn: Vegglistaverk á félagsmiðstöð Þrótt-/Glaðheimar ásamt fylgiskjali. MSS22040019

  8. Lögð fram að nýju greinargerð Lauren Charnow, dags.16. ágúst 2023, vegna verkefnisins BigDotLittleDotCircusDay-Laugardalur, sbr. 11. liður fundargerðar ráðsins frá 11. september 2023. MSS22040019

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Samþykkt að veita Totally ehf.  styrk að upphæð kr. 100.000 vegna verkefnisins Laugardalur Offers and Requests Exchange Events. 

    Öðrum umsóknum er frestað. 

    Þessi liður fundar er lokaður með vísan til 7. liðar samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:05

Atli Stefán Yngvason Sabine Leskopf

Birna Hafstein Lilja Sigrún Jónsdóttir

Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals 13. nóvember 2023