Íbúaráð Laugardals
Ár 2020, mánudaginn 10. febrúar, var haldinn 4. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var opinn, haldinn í Pálsstofu, Laugardalslaug og hófst kl. 17.01. Fundinn sátu Kristín Elfa Guðnadóttir, Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir, María Gestsdóttir, Ásbjörn Ólafsson og Ísak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigtryggur Jónsson. Aðrir gestir voru sjö.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á leikskólamálum í hverfinu, stöðunni í dag og framtíðarsýn.
Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Ásgeir Björgvinsson og Anna María Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Laugardals.
Viðbót á lista lögð fram og samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram svör við erindum íbúa í Laugardal.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um bílastæði milli Suðurlandsbrautar og Engjavegar.
Frestað. -
Fram fer umræða um matjurtargarða í Laugardal.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Laugarneskirkju styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Laugarnes á ljúfum nótum.
Samþykkt að veita verkefninu Loppumarkaður Dalbrautarþorpsins styrk að upphæð kr. 45.000,-Afgreiðslu annarra umsókna frestað
- 19.06 Sabine Leskopf víkur af fundi.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 19:08
PDF útgáfa fundargerðar
iburad_laugardals_1002.pdf