Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 39

Íbúaráð Laugardals

Ár 2023, mánudagurinn, 9. október, var haldinn 39. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorleifur Örn Gunnarsson, Birna Hafstein, Grétar Már Axelsson, Huginn Þór Jóhannsson og  Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir. Fundinn sátu einnig Kristinn Jakob Reimarsson, Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á umferðaröryggismálum í Laugardal. MSS22100009

    Höskuldur Rúnar Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    16.32 tekur Lilja Sigrún Jónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. september 2023, vegna vegna Sundabraut - aðalskipulagsbreyting og umhverfismat - verklýsing til kynningar ásamt fylgiskjölum. USK23090007
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 19. október nk.

    -     17.53 víkur Birna Hafstein af fundi.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

  4. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, ódags. um sameiningu strætóstöðvanna Austurbrún og Dragavegar. MSS23100070
    Frestað.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda og fyrirhugaðar umbætur á leikskólanum Laugasól. Hver er stefnan varðandi inntöku nýrra barna á leikskólann í ljósi yfirvofandi framkvæmda? Leikskóli er hluti af grunninnviðum og mikilvæg þjónusta í hverfum borgarinnar. Það eru mjög mikil lífsgæði sem felast í því að systkini sæki sama leikskóla, bæði fyrir börn, foreldra og kennara. MSS23100069

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

Fundi slitið kl. 18:20

Þorleifur Örn Gunnarsson Huginn Þór Jóhannsson

Lilja Sigrún Jónsdóttir Grétar Már Axelsson

Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Íbúaráð Laugardals 9.10.2023 - Prentvæn útgáfa