No translated content text
Íbúaráð Laugardals
Ár 2023, mánudaginn, 12. júní, var haldinn 36. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Andrea Sigurðardóttir, Grétar Már Axelsson, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson og Lilja Sigrún Jónsdóttir. Fundinn sat einnig eftirtalinn starfsmaður: Kristinn Jakob Reimarsson.
Eiríkur Búi Halldórsson ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt er til að Atli Stefán Yngvason gegni störfum formanns íbúaráðs Laugardals á fundinum í fjarveru formanns með vísan til 2. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS22090031
Samþykkt. -
Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 6. maí 2023, um Ármannsreit/Sóltúnsreit. MSS23060011.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélag Laugarnesskóla, dags. 23. apríl 2023, vegna verkefnisins Vorhátíð Laugarnesskóla. MSS22040019
Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
-
Lögð fram greinargerð Götubita ehf., ódags., vegna verkefnisins Götubiti á hjólum. MSS22040019
Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
-
Lögð fram greinargerð Götubita ehf., ódags., vegna verkefnisins Götubiti á jólum. MSS22040019
Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
-
Lögð fram greinargerð nemendaráðs Laugalækjarskóla, dags. 23. maí 2023, vegna verkefnisins Árshátíð nemenda 2023. MSS23030157
Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
-
Lagt fram svar skóla- og frístundadeildar Norðurmiðstöðvar, dags. 16. maí 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals um leikskólamál í hverfinu, sbr. 7. lið fundargerðar ráðsins frá 24. apríl 2023. MSS23040204
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 17:35
Atli Stefán Yngvason Þorleifur Örn Gunnarsson
Andrea Sigurðardóttir Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir
Grétar Már Axelsson Lilja Sigrún Jónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 12. júní 2023