Íbúaráð Laugardals
Ár 2023, mánudagurinn, 8. maí, var haldinn 35. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Rannveig Ernudóttir, Birna Hafstein, Grétar Már Axelsson, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson og Þórunn Steindórsdóttir. Fundinn sátu einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð, Helga Margrét Guðmundsdóttir og Kristinn Jakob Reimarsson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 26. apríl 2023, vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum 2024-2028 ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila tillögum og jafnréttisskimun fyrir 31. maí nk.Fylgigögn
- Bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu - Aðkoma íbúaráða að fjárfestinga og viðhaldsáætlunum
- Fylgiskjal - Fjárfestingaáætlun 2023-2027
- Fylgiskjal - Framkvæmdir og viðhald í hverfinu
- Fylgiskjal - Eyðublað fyrir tillögugerð íbúaráða
- Fylgiskjal - Eyðublað fyrir jafnréttisskimun
- Fylgiskjal - Leiðbeiningar fyrir jafnréttisskimun
- Fylgiskjal - Malbiksáætlun
- Fylgiskjal - Malbiksáætlun
- Fylgiskjal - Malbiksáætlun
- Fylgiskjal - Malbiksáætlun
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Laugardals, dags. 8. maí 2023 um tillögu að breyttu deiliskipulagi Laugardals – Þjóðarhallar, einnig lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. apríl. 2023, vegna auglýsingar á tillögu að breyttu deiliskipulagi Laugardals – Þjóðarhallar. USK23020087
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 26. apríl 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals, sbr. 10. liður fundargerðar ráðsins frá 14. nóvember 2023. MSS22110130
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019
Samþykkt að veita Foreldrafélagi leikskólans Hofs styrk að upphæð kr. 100.000 vegna verkefnisins Gleðiganga skólanna í Laugardal.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Laugardals styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Útimarkaður og hverfishátíð Íbúasamtaka Laugardals 2023.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Laugarnesskóla styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Vorhátíð Laugarnesskóla 2023.
Samþykkt að veita Nemendaráði Langholtsskóla styrk að upphæð kr. 125.000 vegna verkefnisins Árshátíð unglingadeildar Langholtsskóla.
Samþykkt að veita Nemendafélagi Laugalækjarskólastyrk að upphæð kr. 125.000 vegna verkefnisins Árshátíð nemenda við Laugalækjarskóla.
Samþykkt að veita Laugarneskirkju styrk að upphæð kr. 125.000 vegna verkefnisins Laugarnes á ljúfum nótum.
Öðrum umsóknum hafnað.
Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Grétar Már Axelsson vék af fundi við afgreiðslu umsóknar frá Foreldrafélagi Laugarnesskóla.
Þórunn Steindórsdóttir vék af fundi við afgreiðslu umsóknar frá Íbúasamtökum Laugardals.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18:05
Rannveig Ernudóttir Þorleifur Örn Gunnarsson
Birna Hafstein Þórunn Steindórsdóttir
Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 8. maí 2023