Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 34

Íbúaráð Laugardals

Ár 2023, mánudagurinn, 24. apríl, var haldinn 34. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Rannveig Ernudóttir, Birna Hafstein, Grétar Már Axelsson, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson og Lilja Sigrún Jónsdóttir. Fundinn sátu einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð og Kristinn Jakob Reimarsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á félagsauði og forvörnum í Laugardal. MSS22090031

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að erindi íbúaráðs Laugardals, dags. 17. apríl 2023, vegna umferðaröryggis við göngustíg milli World Class í Laugum og Laugardalsvallar. MSS23030027
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. mars. 2023, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 6, 8 og 10 við Skarfagarða. SN220719
    Formanni í samvinnu við ráðið falið að skila athugasemdum fyrir 5. maí næstkomandi.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um leikskólamál í hverfinu. MSS22090031

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Lögð fram greinargerð, dags. 15. mars 2023, vegna styrks Íbúasamtaka Laugardals í tengslum við verkefnið Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals 2022. MSS22040019

    Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð. 

    Lilja Sigrún Jónsdóttir víkur af fundinum undir þessum lið fundarins.

  7. Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Íbúaráð Laugardals óskar eftir því við skóla- og frístundasvið að teknar verði saman tölur, eftir bestu getu og í samræmi við persónuverndarlög, um fjölda barna í leikskólum hverfa, og biðlistum, eftir búsetu þeirra. Óskað er eftir að sviðið sendi á fund ráðsins fulltrúa til að kynna niðurstöður og fá forsendur fyrir úthlutunum barna á leikskóla. MSS23040204
    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

Fundi slitið kl. 17:47

Rannveig Ernudóttir Þorleifur Örn Gunnarsson

Birna Hafstein Lilja Sigrún Jónsdóttir

Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 24 apríl 2023