Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 33

Íbúaráð Laugardals

Ár 2023, mánudagurinn, 13. mars, var haldinn 33. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Rannveig Ernudóttir, Andrea Sigurðardóttir, Grétar Már Axelsson, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir og Þorleifur Örn Gunnarsson og Þórunn Steindórsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 13. febrúar 2023, um göngustíg við bílastæði World Class. MSS23030027
  Samþykkt að fela formanni fyrir hönd íbúaráðs Laugardals að senda umhverfis- og skipulagsráði erindi vegna málsins. 

  -    16:35 tekur Kristinn Jakob Reimarsson sæti á fundinum. 

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. febrúar 2023, um uppstillingu kjörseðils í Laugardal fyrir Hverfið mitt ásamt fylgiskjölum. MSS22020075
  Samþykkt að óska eftir að eftirtalin verkefni fari á kjörseðil fyrir hverfiskosningar í Hverfið mitt næstkomandi haust:
  1. Klifurveggur
  2. Endurnýja Drekaróló - Leiktæki og grill aðstaða
  3. Stærri og Betri Skatepark
  4. Ungbarnaleikvöllur
  5. Dorgbryggju
  6. Norðurljósa og stjörnuskoðunarsvæði
  7. Hjólastæði
  8. Átthagafræðsla
  9. Betri róló við Laugarneskirkju
  10. Gervigras hjá Laugalækjarskóla

  Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

  Eiríkur Búi Halldórsson og Bragi Bergsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:44

Rannveig Ernudóttir Þorleifur Örn Gunnarsson

Andrea Sigurðardóttir Þórunn Steindórsdóttir

Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 13. mars 2023