Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 32

Íbúaráð Laugardals

Ár 2023, mánudagurinn, 13. febrúar, var haldinn 32. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Rannveig Ernudóttir, Birna Hafstein, Grétar Már Axelsson, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir og Þorleifur Örn Gunnarsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir og Kristinn Jakob Reimarsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis- og Bústaðahverfis. MSS23020032

    Frestað. 

  2. Lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 24. janúar 2023, um erindi íbúa um smáhýsi í Laugardal dags.12. október 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. nóvember 2022, um erindi íbúa um smáhýsi í Laugardal, dags. 12. október 2022, um smáhýsi í Laugardal. MSS22110131

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2023, með útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs varðandi Sóltún 2-4. MSS22030079

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. janúar 2023, um breytingar á fjármagni í Hverfissjóði Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Lögð fram greinargerð Brynhildar Bolladóttur, dags. 21. desember 2022, vegna verkefnisins Aðventugleði á Aparóló. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

  7. Lögð fram greinargerð Nemendafélags Laugalækjarskóla, ódags, vegna verkefnisins Árshátíð nemenda. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

Fundi slitið kl. 17:23

Rannveig Ernudóttir Þorleifur Örn Gunnarsson

Birna Hafstein Lilja Sigrún Jónsdóttir

Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 13. febrúar 2023