Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 31

Íbúaráð Laugardals

Ár 2023, mánudaginn. 9. janúar, var haldinn 31. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í húsnæði Laugardalslaugar og hófst kl. 16:37. Eftirtaldir íbúaráðsfulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Birna Hafstein, Þorleifur Örn Gunnarsson, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Grétar Már Axelsson og Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð, Kristinn Jakob Reimarsson og Helga Margrét Guðmundsdóttir frá Norðurmiðstöð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er til að Atli Stefán Yngvason gegni störfum formanns íbúaráðs Laugardals á fundinum í fjarveru formanns með vísan til 2. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS22090031

    Samþykkt

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. desember 2022 vegna auglýsingar á tillögu að nýju deiliskipulagi vegna Vogabyggð svæði 3. USK22120093

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að kanna málið nánar og skila umsögn fyrir tilskilinn frest þann 7. febrúar næstkomandi. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 13. desember 2022 vegna breytinga á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar, sbr. 2. gr. fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 8. desember 20222. MSS22040019

  4. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Laugardals – vor 2023. MSS22080127 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

17:02

Atli Stefán Yngvason Þorleifur Örn Gunnarsson

Birna Hafstein Lilja Sigrún Jónsdóttir

Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 9. janúar 2023