No translated content text
Íbúaráð Laugardals
Ár 2022, mánudaginn. 12. desember, var haldinn 30. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í húsnæði Laugardalslaugar og hófst kl. 16:38. Eftirtaldir íbúaráðsfulltrúar voru viðstaddir: Rannveig Ernudóttir, Birna Hafstein, Sabine Leskopf, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Grétar Már Axelsson og Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð, Kristinn Jakob Reimarsson og Helga Margrét Guðmundsdóttir frá Norðurmiðstöð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Þróttar. MSS22090034
María Edwardsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð þakkar fulltrúa Þróttar fyrir góða og upplýsandi kynningu á starfsemi Þróttar sem er eitt hryggjarstykkja íþrótta- og tómstundastarfs í Laugardal. Aðstaða félagsins hefur verið bætt með vígslu nýs gervigrassvæðis, Þróttheima. Íbúaráð hvetur borgaryfirvöld til að vinna áfram að því að ljúka þeirri framkvæmd og klára skipulagsvinnu að nýju aðstöðuhúsi við völlinn. Íbúaráðið telur aðkallandi að nægt tillit verði tekið til brýnnar þarfar íþróttafélaganna Þróttar og Ármanns sem og aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir hverfið. Ráðið telur nauðsynlegt að aðstaða til íþróttaiðkunar hjá börnum og ungmennum í Laugardal sé bætt til jafns við aðstöðu íþróttaiðkunar í öðrum hverfum. Mun íbúaráðið í framhaldinu afla nánari gagna og upplýsinga varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar hvort heldur í skólum eða hjá íþróttafélögum hverfisins.
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Laugardals dags. 12. desember 2022, vegna bréfs starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 14. nóvember 2022, sbr. 5. liður fundargerðar ráðsins frá 14. nóvember 2022.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tillögu að breytingu á á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. MSS22030079
Samþykkt að fela formanni og og fulltrúa íbúasamtaka að gera drög að formlegri fyrirspurn um verkferla og hlutverk íbúaráða í tengslum við feril deiliskipulagsbreytinga.Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Laugardals lýsir yfir vonbrigðum yfir viðbrögðum umhverfis- og skipulagssvið vegna beiðni ráðsins um samráð við íbúa vegna deiliskipulagsbreytinga við Sóltún 2-4, sem kynntar voru í maí 2022.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. MSS22040019
a) Skrúðganga um hverfið á 70 ára afmæli Langholtsskóla/Foreldrafélag Langholtsskóla
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður. MSS22040019
Umsókn hafnað.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18:40
Rannveig Ernudóttir Sabine Leskopf
Birna Hafstein Lilja Sigrún Jónsdóttir
Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 12. desember 2022