Íbúaráð Laugardals
Ár 2020, föstudaginn 17. janúar, var haldinn 3. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var opinn, haldinn í Pálsstofu, Laugardalslaug og hófst kl. 17.04. Fundinn sátu Kristín Elfa Guðnadóttir, Sabine Leskopf, María Gestsdóttir og Isak Andri Ólafsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigtryggur Jónsson. Aðrir gestir voru þrír.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Laugardals.
Listi lagður fram.- Kl. 17:05 Einar Sörli Einarsson tekur sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á innleiðingu íbúaráða.
Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 17:10 Ásbjörn Ólafsson tekur sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á innviðum fyrir börn og unglinga er snúa að íþrótta- og tómstundamálum í hverfinu.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. des við fyrirspurn íbúaráðs Laugardals um mengunarmælingar sbr. fundargerð ráðsins 9. desember, 11. lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. janúar um auglýsingu vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits Vestur 1.216.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
- Kl. 18:49 Einar Sörli Einarsson víkur af fundi.
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð.
Frestað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:54
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
iburad_laugardals_1701.pdf