Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 29

Íbúaráð Laugardals

Ár 2022, mánudaginn. 14. nóvember, var haldinn 29. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í húsnæði Laugardalslaugar og hófst kl. 16:33. Eftirtaldir íbúaráðsfulltrúar voru viðstaddir: Rannveig Ernudóttir, Andrea Guðmundsdóttir, Sabine Leskopf, Grétar Már Axelsson og Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð, Kristinn Jakob Reimarsson og Helga Margrét Guðmundsdóttir frá Norðurmiðstöð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á smáhýsum í Laugardal. MSS22100035
  Frestað.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 12. október 2022 með spurningum um smáhýsi í Laugardal. MSS22100035

  Vísað til umsagnar velferðarsviðs og umhverfis- og skipulagssviðs. 

  -    Kl. 16.35 tekur Lilja Sigrún Jónsdóttir sæti á fundinum. 

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags.  4. október 2022 vegna auglýsingar á  tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Stefnisvogur 1 og 2 (reitir 1-2 og 1-6). MSS22090124

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar í Laugardal. MSS22020088
  Samþykkt að senda ábendingar íbúaráðs Laugardals til forsvarsmanna Römpum upp Ísland og aðgengis- og samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks. 
   

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf starfshóps um um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 með beiðni til íbúaráða um hugmyndir og framtíðarsýn vegna haftengdrar upplifunar og útivistar almennings á strandlengjunni. USK22090017
  Samþykkt að fela formanni að skila umsögn ráðsins hið fyrsta. 

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf íbúa í hverfinu dags. 28. október 2022 um lokun á Rauðalæk. MSS22100009

 7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður. MSS22040019 

  Samþykkt að veita Lauren Charnow  styrk að upphæð kr. 390.000 vegna verkefnisins Big Dot Little Dot Circus Day- Laugardalur.
  Samþykkt að veita Kristínu Klöru Grétarsdóttur styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins Myndlistanámskeið í Laugardal.

  Öðrum umsóknum hafnað. 

  Fylgigögn

 9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður. MSS22040042

  Samþykkt að veita Foreldrafélag Skólahljómsveitar Austurbæjar styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins Tónfundir út í nærsamfélagið.
  Samþykkt að veita Mervi Orvokki Luoma styrk að upphæð kr. 130.000 vegna verkefnisins Biodiversity in the City - Laugardalur.
  Samþykkt að veita Brynhildi Bolladóttur styrk að upphæð kr. 260.000 vegna verkefnisins Aðventa á Aparóló.
  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Langholtsskóla styrk að upphæð kr. 100.000 vegna verkefnisins Skrúðganga á afmælishátíð Langholtsskóla.

  Fylgigögn

 10. Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

  Óskað er eftir að áhrifin af lokuninni á Rauðalæk fyrir aðrar götur í kringum Rauðalækinn verði skoðaðar. Einnig óskar íbúaráð Laugardals eftir að fá slysagreiningu og greiningu á umferðarflæði tengd lokuninni. Sömuleiðis er upplýsinga óskað um mismunandi sviðsmyndir sem gæti skilað sömu útkomu með tilliti til umferðaröryggis. MSS22110130

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. 

Fundi slitið kl. 18:00

Rannveig Ernudóttir Sabine Leskopf

Andrea Sigurðardóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir

Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir