Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 28

Íbúaráð Laugardals

Ár 2022, mánudaginn. 10. október, var haldinn 28. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16:33. Eftirtaldir íbúaráðsfulltrúar voru viðstaddir: Rannveig Ernudóttir, Atli Stefán Yngvason, Þórunn Steindórsdóttir, Grétar Már Axelsson og Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð, Kristinn Jakob Reimarsson og Hörður Sturluson frá Norðurmiðstöð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022 um breytingu á samþykkt fyrir íbúaráð. MSS22080241

    -    16:35 tekur Birna Hafstein sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Laugardals dags. 10. október 2022 ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. september 2022 vegna auglýsingu á tillögu að skipulagslýsingu að nýju deiliskipulagi Kleppsgarðar. MSS22080122 

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna Kirkjusandur 2. MSS22070030

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september 2022 um hugmyndasöfnun í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar í Laugardal. MSS22020088f

    Samþykkt að fela formanni að koma ábendingum ráðsins á framfæri hið fyrsta. 

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Laugardals þakkar Römpum upp Ísland hjartanlega fyrir átak sitt og hefur safnað saman nokkrum tillögum og hugmyndum að úrbótum í þessum málaflokki. Mikilvægt er að tryggja aðgengi fyrir öll í samfélaginu, að við öll komumst um án óþarfra hindrana og ef hindranir eru til staðar að vera útsjónarsöm og finna á þeim lausnir eða leiðir til að tryggja aðgengið.

  6. Fram fer umræða um Borgin okkar 2022 – hverfin. MSS22040042

  7. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. október 2022 um auglýsingu vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Stefnisvogur 1 og 2 (reitir 1-2 og 1-6).

    Frestað.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um umferðaröryggi fótgangandi í Vogabyggð. MSS22100009

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð þakkar formanni umhverfis- og skipulagsráðs fyrir komuna og umræðuna um umferðaröryggi íbúa í Vogabyggð. Ráðið var með bókun á síðasta fundi þar sem lögð var áhersla á hversu aðkallandi það sé að koma þessum málum í lag sem allra fyrst í samvinnu við Vegagerðina og Lögregluna. Líf og öryggi barna sem og fullorðinna liggur hér við. Kallað er eftir samstilltum aðgerðum þeirra opinberu aðila sem úrlausnin varðar, þvert á svið og stjórnsýslustofnanir. Vill ráðið leggja áherslu á að þörf er á skjótu viðbragði til að bregðast við þeirri stöðu sem hefði átt að vera allri stjórnsýslu fyrirsjáanleg.

    Alexandra Briem tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  10. Fram fer kynning á starfsemi Norðurmiðstöðvar. MSS22090031

  11. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  12. Fram fer kosninga varaformanns í íbúaráði Laugardals. Þessi liður fundarins  var lokaður. MSS22080242

    Samþykkt að Þórunn Steindórsdóttir verði varaformaður. 

  13. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins var lokaður. 

    a)    Laugarnes á ljúfum nótum/Laugarneskirkja

Fundi slitið kl. 18:28

Rannveig Ernudóttir Atli Stefán Yngvason

Birna Hafstein Þórunn Steindórsdóttir

Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
28. fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 10. október 2022.pdf