Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 27

Íbúaráð Laugardals

Ár 2022, miðvikudaginn. 14. september, var haldinn 27. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16:30. Eftirtaldir íbúaráðsfulltrúar voru viðstaddir: Rannveig Ernudóttir, Andrea Sigurðardóttir, Atli Stefán Yngvason, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Grétar Már Axelsson og Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir og Kristinn Jakob Reimarsson frá Norðurmiðstöð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa og þriggja til vara í íbúaráð Laugardals. Rannveig Ernudóttir var kosinn formaður íbúaráðs Laugardals. MSS22060061 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í hverfinu í íbúaráð Laugardals. Þórunn Steindórsdóttir tekur sæti í íbúaráði Laugardals fyrir hönd íbúasamtaka og Lilja Sigrún Jónsdóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í hverfinu í íbúaráð Laugardals. Grétar Már Axelsson tekur sæti í íbúaráði Laugardals fyrir hönd foreldrafélaga og Vigdís Másdóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  4. Lagt fram slembival í íbúaráð Laugardals. Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir tekur sæti í íbúaráði Laugardals sem slembivalinn fulltrúi og Sonja Björk Jónsdóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  5. Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Laugardals haustið 2022. MSS22080127
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á vinnu við hverfisskipulag í Laugardal. MSS22090084

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Laugardals þakkar fyrir kynninguna á þessum fyrstu skrefum að vinnu við hverfisskipulag Laugardals. Ánægjulegt er að sjá hversu mikil áhersla var lögð í að fá umsagnir og skoðanir krakkanna í hverfinu, en einnig að fara í sérstakt átak við að heyra í fullorðnum íbúum hverfisins. Rétt er að taka fram að vinnan er enn á byrjunarstigi og því mikið svigrúm fyrir íbúa á öllum aldri til þess að hafa og tjá skoðanir sínar um framtíð hverfisins. Íbúaráðið hvetur öll eindregið til þess að vera virk í þessari vinnu með starfsfólki borgarinnar hjá skipulagssviði í mótun og framtíð hverfisins.  

    Ólafur Ingibergsson og Britta Magdalena Ágústsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar 2022 um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. MSS21120181

    Fylgigögn

  8. Lögð fram samþykkt fyrir íbúaráð. MSS22090031

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. SFS22020010

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Laugardals þakkar fulltrúa foreldrafélaganna fyrir kynninguna, sem var ítarleg og vönduð. Ljóst er að um er að ræða uppsafnað vandamál sem hefur tekið of langan tíma að afgreiða og leysa. Einnig er mikilvægt, í ljósi þess að byggja á gagnkvæmu trausti milli skólafélagsins og svo borgaryfirvalda að tekið sé mark á því sem hagsmunaaðilar skólafélaganna hafa að segja um málið. Engin þekkja betur hvað skiptir máli fyrir velferð barnanna sem og hverfisins en einmitt þessir aðilar. Íbúaráðið leggur þunga áherslu á að tímasett áætlun með forgangsröðun um úrbætur í húsnæðismálum skólanna verði kynnt og hrundið í framkvæmd sem allra fyrst. Íbúaráðið tekur undir með meirihluta umsagnaraðila sviðsmyndagreiningarinnar “framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugardal” að farið verði eftir sviðsmynd 1 sem felur í sér að stækka hvern skóla fyrir sig.  

  10. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9 maí 2022 vegna erindis íbúa í Vogabyggð 3 um umgengis- og skipulagsmál í hverfinu, sbr. 1. liður fundar ráðsins 11. apríl 2022. MSS2204016

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér slá saman væntingar íbúa við gamalt og úrelt deiliskipulag sem fyrirtæki á svæðinu byggja sína starfsemi á. Vandi Vogabyggðar er flókinn þar sem búið er að koma upp íbúðabyggð ofan í iðnaðarhverfi. Flækist þar helst fyrir meðalhófsregla sem HER er skylt að fara eftir skv. stjórnsýslulögum og reglum. Því liggur fyrst og fremst á að klára að ganga frá deiliskipulagi fyrir Vogabyggð 3. Það þarf að vera eðlileg krafa íbúa að þótt þeir hafi skilning á því að nýtt hverfi í uppbyggingu taki tíma að þá sé heilsu þeirra og öryggi ekki ógnað á sama tíma og beðið er eftir því að klára ganga frá umhverfinu. Meðalhófsreglan getur því virkað fyrir íbúum sem afsláttur á því að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða og er upplifunin sú að fyrirtækin taki ekki mikið mark á kröfum HER um úrbætur. Á sama tíma er nauðsynlegt að sætta þessa nágranna, íbúa og fyrirtæki í að geta verið saman í nágrenni um tíma en án þess að það skaði sitt hvorn aðilann.

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland – ábendingar í Laugardal. MSS22020088
    Samþykkt að formaður í samvinnu við ráðið leiði vinnu við söfnun ábendinga og leggi fram á næsta fundi. 

  12. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst 2022 vegna umferðaröryggisaðgerða 2022. USK22080011

    Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Laugardals vill vekja athygli á því að það sé undarlegt að sjá ekki í aðgerðunum áætlun um að bregðast við áratuga ákalli foreldrafélaga sem og stjórnenda Laugarnesskóla að bæta úr umferðaröryggi nemenda skólans. Mörg dæmi eru til um misstór umferðarslys á Reykjavegi, nýlegasta atvikið þann 18.maí síðastliðinn, þegar drengur úr 3. bekk hjólaði á bifreið á gangbrautinni. Vill íbúaráðið því hvetja til þess að úr því verði bætt og þessi staðsetning sett inn í áætlun um að auka umferðaröryggi nemenda sem og annarra íbúa hverfisins. Að sama skapi vekur Íbúaráðið athygli á því að umferðaröryggi barna og íbúa við nýja Vogabyggð er verulega ábótavant þar sem ferðast þarf yfir Sæbraut til að komast til og frá Vogaskóla og að annarri iðju. Gönguleiðin er stórhættuleg og liggur yfir eina helstu umferðaræð borgarinnar. Íbúaráðið vill þrýsta á um að verulegar samgönguúrbætur verði gerðar á þessari leið og að þær úrbætur hafi umferðaröryggi gangandi og hjólandi í algerum forgangi.

  13. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18:34

Rannveig Ernudóttir Atli Stefán Yngvason

Andrea Sigurðardóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir

Grétar Már Axelsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
27. fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 14. september 2022.pdf